Hver ætlar þá í Guðna?

Nú þurfa allir flokkar að taka ærlega til hjá sér, skoða sína forystu gaumgæfilega og spyrja sig hvort hún sé líkleg til afreka.

Það er alveg klárt að Framsókn á ekki séns með Guðna og Valgerði í forystu. Ekki frekar en Sjálfstæðisflokkurinn með sína forystu óbreytta.

Flokkarnir þurfa líka að gaumgæfa stefnu sína og áherslur með tilliti til gjörbreyttra aðstæðna. Nú þýðir ekki lengur að hugsa um sérhagsmuni og hreppapólitík, við höfum ekki efni á því lengur. Við höfum auðvitað aldrei haft efni á því en hingað til hafa menn komist upp með að haga sér eins og greifar sem eru einir í heiminum. 


mbl.is Siv ekki á leið í formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú talar um alla flokka samt nefnir þú ekki þinn. Þarf ekki heldur betur að moka forystunni út þar?

Sk. (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband