Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Það má ekki anda á Arnþrúði.

Fyrir nokkru síðan gagnrýndi ég Útvarp Sögu og það var eins og við manninn mælt, Pétur Guðlaugsson sérlegur fylgisveinn útvarpsstjórans hringdi í mig til að skamma mig.

Arnþrúður hefur farið mikinn og fordæmt ritskoðun sem að hennar sögn er viðhöfð á öðrum fjölmiðlum.  Nú hefur hún endanlega sannað að hún þolir ekki hina minnstu gagnrýni.  Gagnrýni "gömlu konunnar í Keflavík" átti fyllilega rétt á sér, þessi dæmalausa hringing Arnþrúðar í verðandi fósturmóður drengs var ósmekkleg í meira lagi.

Hvað svo sem hægt er að segja um framgöngu barnaverndaryfirvalda þá var þetta útspil Arnþrúðar ótrúlega ósvífið og beinlínis heimskulegt.

Því miður er þetta ekki eina dæmið um ósmekkleg og ófagleg vinnubrögð á stöðinni. Mér er til dæmis í fersku minni þegar lesið var upp úr dagbók 15 ára stúlku í beinni útsendingu. Þau eru mörg dæmin af svipuðum toga en ég læt þetta duga.


mbl.is Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband