Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

BANKINN ER EKKI VINUR ÞINN.

Það er ekki laust við að maður fái klígju við að horfa á auglýsingar frá tryggingafélögum og bönkum.  Þetta eru alveg sérstaklega smeðjulegar auglýsingar sem innihalda frasa á borð við : "Tryggingar snúast um fólk", " Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt" , Við stöndum með þér"  "Við styðjum við bakið á þér" "heilbrigð samvinna" er einn af nýjustu frösum KB banka.

Kaupþing Banki hefur tilkynnt að framvegis verði ekki hægt að yfirtaka húsnæðislán frá bankanum sem þýðir bara í stuttu máli mikil aukaútgjöld fyrir stóran hóp af fólki. Löng hefð hefur skapast fyrir yfirtökum af þessu tagi þ.e. fólk metur það einfaldlega þegar það kaupir fasteign hvort sé hagstæðara að yfirtaka lánið sem fyrir er á eigninni eða að taka nýtt lán. Það getur verið á báða vegu. 

Nú ætlar Kaupþing sem sagt að rjúfa þessa hefð og þeir einu sem tapa á því eru lántakendurnir. Bankarnir hafa til þessa réttlætt uppgreiðslugjaldið með þeim hætti að lántakandi hafi gert við þá bindandi samning til 25 eða 40 ára sem þeir hafi í sínum útreikningum reiknað með að standi. Með þessu útspili sínu ætla þeir að rifta þessum samningi og ættu því með réttu að borga lántakanum uppgreiðslugjald. 

Mig grunar að hinir bankarnir muni fylgja á eftir, því það væri mjög vogað af KB banka að hætta sér einum út á svona hálan ís. Þeir hljóta því að hafa tryggt sér vilyrði hinna til að fylgja á eftir.


mbl.is Breytt kjör við yfirtöku íbúðalána Kaupþings banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EF ÞAÐ ER DRUKKIÐ Á RÉTTAN HÁTT.

Eitt öl eða vínglas á dag er hollt,  EF ÞAÐ ER DRUKKIÐ Á RÉTTAN HÁTT, segja ÞRÍR danskir næringarfræðingar sem hafa þróað fjögur NÝ ráð um áfengi. 

Skemmtilegt að Danir skuli miðla þessari speki til okkar, þeir sem kunna einmitt með öl og vín að fara.

Það kann að gera hjartanu gott en alls ekki lifrinni og þeir eru ansi margir sem nota svona ráðleggingar sem afsökun til að drekka meira en þeir eru fáir sem láta þetta eina glas duga. 

Þetta er auðvitað bara rugl. Tíu mínútna gönguferð á dag og glas af vínberjasafa er mun hollara fyrir allan líkamann 

 


mbl.is Vín er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný þjónusta í Krónunni.

Næst þegar ég fer í Krónuna ætla ég að láta ná í verslunarstjórann og rétta honum innkaupalistann minn og biðja hann um að finna fyrir mig ódýrustu vörurnar.

Eysteinn Helgason sagði frá þessum skemmtilega möguleika í Kastljósi í kvöld.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband