Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Dauðarefsing

Almennt er ég á móti dauðarefsingum og einu sinni var ég algjörlega á móti þeim, fannst þær ekki eiga rétt á sér, en svei mér þá.

Sumir glæpir eru bara svo hryllilegir, hryllilegri en orð fá lýst. Að ræna börnum er einn af þeim. Ekki get ég ímyndað mér að þeir sem standi í svona löguðu eigi sér nokkrar málsbætur.

Kannski hafa dauðarefsingar ekki fælingarmátt í sjálfu sér gagnvart svona glæpum en það væri allavega gott til þess að vita að dauðir fara þessir djöflar ekki aftur á stjá, alla vega ekki í þessum heimi. 


mbl.is 40 börn fundust í vörubíl í Mósambík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er stjórnmálamönnum alveg lífsins ómögulegt að segja satt ?

Það mætti halda það. Það er alveg sama hversu merkilegir hlutirnir eru eða ómerkilegir alltaf þarf einhver að segja ósatt.

Nýjasta dæmið er í sambandi við myndun nýs meirihluta, þar ber fólki alls ekki saman um hver talaði eða talaði ekki við hvern og hvenær. 

Margrét sagði að Ólafur hafi ekki talað við sig, Ásta Þorleifsdóttir fullyrðir að Ólafur hafi talað við Margréti. Dagur B. segist hafa hlegið með Ólafi að Sjálfstæðismönnum en Ólafur man ekki þann hlátur sem er leiðinlegt, honum virðist ekki veita af smá hlátri.

Því miður er þetta ekkert nýtt en ég hafði nú samt vonað að þetta væri á undanhaldi.


Húsin í bænum

Helsta vandamál miðbæjarins í Reykjavík til þessa er skortur á heildarsýn og heildarstefnu. Hvert sem litið er sjást þess glögg merki að aldrei hefur verið tekið á skipulagsmálum í heild.

Það eru bara teknar stakar ákvarðanir, ein og ein í einu varðandi hvern blett fyrir sig. Byggður Seðlabanki hér, Hæstiréttur þar, viðbygging við þetta og hitt og svo eitthvert risavaxið ferlíki sem á að heita tónlistarhús. 

Það er löngu tímabært að ákveða hvernig miðbær Reykjavíkur eigi að líta út. Það hefur ekki einu sinni verið tekin ákvörðun um að hann eigi að vera svona ruglingslega sundurleitur, heldur hefur það bara gerst eins og af sjálfu sér.

Niðurstaðan er sú að allir, hvaða stefnu sem þeir kunna að aðhyllast í skipulags- og húsamálum eru hundóánægðir.

 


mbl.is Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjafmildur Geir.

Mér finnst frekar lítið fara fyrir þessari frétt. Mér þykja það tíðindi að Íslenskur ráðherra gefi erlendum smábæjum peninga rétt sisvona. Það væri líka fróðlegt að vita hvort svona lagað sé algengt, en eftir því sem stendur í fréttinni á vísi  þá veit talskona Bandaríska  ráðuneytisins ekki hversu algengt þetta er og af einhverjum ástæðum var enginn í Íslensku ráðuneyti spurður, hvorki í forsætis- né utanríkisráðuneyti.

Eigið þið laust sæti ?

Vissara að fara fara varlega þegar maður pantar sér far.  Annars er Svandís heppin að það var Dagur en ekki Össur sem var með henni. Ég sé hann enn fyrir mér laga slaufuna sína þegar Ingibjörg Pálmadóttir sem þá var heilbrigðisráðherra hrundi niður við hliðina á honum.
mbl.is „Það er allt í lagi með mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef ....?

Það hefði nú verið gaman að sjá og heyra viðbrögðin ef þessir ráðherrar (strákar) hefðu nú bara verið ærlegir og sagt sannleikann  þegar þeir voru beðnir um að rökstyðja stöðuveitingarnar.

Össur hefði bara sagt: Hvað er að ykkur ? ég ræð þessu, ég ræð bara vini mína. Til hvers haldið þið eiginlega að maður sé með völd ? Ég er búinn að bíða svo rosalega lengi eftir þessu.

Árni Matt hefði sagt: Sorrý en ég bara varð að gera þetta, ég var búinn að lofa að borga fyrir mig, menn hafa nú verið svo næs við mig. 

Þetta liggur svo í augum uppi að þeir gætu allt eins svarað svona. Það versta er að sennilega hefði það  engu breytt. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband