Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Verðhækkun=tekjuhækkun? Held ekki

Talað hefur verið um allt að 20 % hækkun á orkuverði. Svo virðist sem allir haldi að það þýði sjálfkrafa 20% hækkun á tekjum Orkuveitunnar. Það er hæpið að svo verði.

Við Íslendingar erum þekktir bruðlarar með vatn og rafmagn. Þess vegna þurfum við ekki að hafa mikið fyrir því að spara þar og jafnvel verulega. Að ógleymdum sparperunum öllum sem einar og sér ættu að draga úr orkuþörfinni. 

Hitt er svo annað, ef almenningur verður duglegur að spara losnar um orku til að selja í annað og það væri af hinu góða.


mbl.is Upplýst um gjaldskrárhækkanir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband