Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Alvöru borgarstjóri.

Það var ömurlegt að sjá gömlu húsin í miðbænum brenna í gær. 

Mér fannst  samt frábært að sjá borgarstjórann á staðnum. Þarna var hann í eldlínunni með slökkviliðsmönnunum og fylgdist með af lífi og sál. Mér fannst það flott hjá honum. Ég veit líka að þetta yljaði mögum um hjartaræturnar á erfiðri stund. 

Þessi atburður varðar okkur öll og þess vegna var viðvera hans viðeigandi en alls ekki sjálfsögð.

Fyrst ég er nú farin að hæla Villa þá ætla ég í leiðinni óska honum og félögum í borgarstjórninni til hamingju með umhverfisvænu breytingarnar. Ég hefði að vísu viljað sjá öryrkja og aldraða með námsmönnum í Strætó en engu að síður eru þetta mjög jákvæðar aðgerðir.

Áfram Villi.


Hannes, hættu að reikna.

Kæri Hannes, nú skalt þú hætta að reikna og fara að vinna. Byrjaðu á því að heimsækja þá sem búa við hvað lökust kjör og sýndu þeim milliliðalaust hvað þú átt við þegar þú talar um hvað kjör þeirra hafa batnað. Þér  verður eflaust tekið fagnandi.

Þú getur farið yfir heimilisbókaldið með þeim og sýnt þeim hvað þeir hafi það gott. Ég er nefninlega ekki viss um að fólk sem þarf að draga fram lífið á lágum bótum eða er á lægstu laununum  átti síg á þessum prósentum, línum og súlum sem þú býður uppá á síðum blaðanna.

Svo þegar þú ert búinn að þessu þá máttu koma til mín. Ég hef það reyndar ekki sem verst en þar sem ég hef það þó nokkru betra en þeir verst settu ætti ég að vera mjög efnuð, sem ég er ekki og því gæti ég vel þegið  að vera reiknuð uppí ríkidæmi.  Það ætti  ekki að vera svo mikið mál.

Hlakka til að sjá þig. 


"Þetta fólk"

Það var eitthvað dapurt við Kastljósið í kvöld. Ekkert þeirra  komst á almennilegt flug. Umræðan frekar dauf og ekkert nýtt kom fram.

Innflytjendamálin bar auðvitað á góma og það var athyglisvert að það skuli fyrst og fremst vera litið á innflytjendur sem skattgreiðendur og þá er allt í lagi. 

Svo í miðjum klíðum sagðist Geir vera orðinn þreyttur á að heyra sífellt talað um "þetta fólk". Frasi sem hann hefur heyrt, það fylgdi ekki mikil sannfæring.

Það vill nú þannig til að Íslenskt mál er bara þannig vaxið að svona tekur fólk til orða. Það þarf alls ekki að fylgja því einhver lítilsvirðing eins og hann vildi meina, síður en svo. Þegar verið er að tala um afmarkaða hópa þá segir maður bara svona. Þessi börn, sem fara í sumarbúðir. Þetta fólk, sem er í skóla. Þessar konur, um konur i barneign o.s.frv.

Svo finnst mér  alltaf  fyndið þegar Geir nefnir sjálfan sig sem  dæmi um vel heppnaðan innflutning á fólki því hann er sonur innflytjanda. Hann virðist ekki átta sig á því að þessi umræða snýst ekki um einstaklinga. Þetta er svona svipað því og ef ég nefndi sjálfa mig sem dæmi um að framhjáhald væri í góðu lagi fyrst ég varð til með þeim hætti.

Svo kom faðir Geirs væntanlega ekki í hópi með tugum þúsunda landa sinna, ef svo hefði verið þá væri Geir tæplega svona ljómandi vel heppnaður og vel talandi á Íslenska tungu Smile


Er annar hver maður þjófur?

Ég rakst á þessa frétt á Vísi. Þar er fullyrt að á hverjum degi sé stolið úr verslunum hér á landi fyrir níu milljónir króna og ekki nóg með það heldur standi starfsfólk í verslunum fyrir allt að 45% þjófnaða.

Þessu heldur "örryggissérfræðingur" fram hefur tölur frá Bretlandi sem hann telur óhætt að yfirfæra hingað.

Ég verð að segja að sem fyrrverandi starsmanni í verslun  þá er mér stórlega misboðið. Þarna er verið að þjófkenna heila stétt. Hvað segir VR við þessum ásökunum.

 

Ég efast ekki um að það sé stolið úr verslunum en fyrr má nú aldeilis fyrrvera, ég leyfi mér að stórefast um að þjofnaðurinn  sé í þessum mæli. 

 Hvað gengur mönnum til með þessum fullyrðingum ? Er kannski verið að réttlæta lág laun í verslunum og/eða ofurálagningu ? Spyr sú sem ekki veit.

 

http://www.visir.is/article/20070407/FRETTIR01/70407049


Allt í plati ?

Það væri svo eftir öðru ef stækkunin ætti sér stað engu að síður.  Þið getið fengið að ráða ef þið samþykkið það sem ég segi.

 


mbl.is Kostnaður Sólar í Straumi um 3,5 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það skyldi þó ekki vera.

Sá grunur hefur læðst að mér að yfirvöld í Hafnarfirði muni finna leið framhjá þessum úrslitum. Hvur veit nema það verði bara gert nýtt skipulag sem geri ráði fyrir stækkun álversins í hina áttina, á landfyllingu út í sjó. Það skipulag þarf þá ekki að bera undir atkvæði Hafnfirðinga þar sem það mun ekki taka neitt af byggingarlandi.

Það sem ýtir undir þessar vangaveltur eru orð Lúðvíks á þá leið að í þessum úrslitum felist ný tækifæri fyrir álverið. 


mbl.is Erfið ákvörðun en nauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband