Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Engin mynd

Var engin mynd til af Svönu ? 
mbl.is Pétur og Svana unnu Íslandsglímuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræddur Björn

Ég fer nú að hafa verulegar áhyggjur af Birni Bjarnasyni maðurinn er alltaf logandi hræddur.  Þetta er sennilega orðin einhverskonar fóbía og yfirleitt eru fóbíur  órökréttur ofsa ótti við hluti sem engin eða lítil ástæða er til að óttast svo  sem eins og köngulær.

Hvernig væri að skilgreina þær ógnir sem að okkur steðja svona dagsdaglega ?

Þær ógnir eru ósköp hversdagslegar og óspennandi.

Fyrst og fremst eru það eiturlyf og áfengi sem leggja unga fólkið okkar að velli og það á við um allan heim. Þeir eru margfallt fleiri sem falla í valinn á ári hverju af völdum þessara efna  beint og óbeint en munu nokkurn tíma koma til með að falla fyrir hryðjuverkum. Meira að segja mannfallið í Írak er hjóm eitt miðað við hve margir deyja af eyturlyfjaneyslu í Bandaríkjunum einum.

Eiturlyfjaneyslan hefur  svo líka víðtækar afleiðingar.  Það eru ekki bara fíklarnir sjálfir sem skaðast heldur öll hans fjölskylda og í raun samfélagið allt.

Svo eru það geðrænir sjúkdómar sem verða æ algengari sem og lísstílstengdir sjúkdómar sem valda því að fólk deyr um aldur fram sem og bílslys.

Það væri nær að efla varnir okkar gegn þessum ógnum  með öflugri landamæragæslu og löggæslu yfirleitt. Það þarf líka að hlúa betur að börnum og unglingum í uppvextinum og allmennri andlegri líðan en það er því miður ekki gert .

Það verður að viðurkennast að baráttan gegn þessum ógnum býður ekki upp á þann hetjuljóma sem baráttan gegn hinum hefðbundndu hryðjuverkum kann að gera en hún er engu að síður mun brýnni  og hún er líka beinlínis arðbær því það er dýrt að hafa ástandið óbreytt.

Svo ein spurning í lokin. Hvað væri betur til þess fallið að eyðileggja þjóðfélag innan frá en eiturlyf og áfengi ? 


Toshiki Toma og fordómar

Í Morgunblaðinu í dag skrifar Toshiki Toma um dulda fordóma. Nefnir sem dæmi  eftirfarandi reynslu manns frá einu af nýustu aðildarlöndum Evrópusambandsins þegar hann fór í verslun.

"Maðurinn upplifði að sá sem afgreiddi hann breytti hegðun sinni, áreiðanlega ómeðvitað og óviljandi, þegar hann uppgötvaði frá hvaða landi maðurinn var."

Toshiki og öðrum innflytjendum til upplýsingar vil ég taka fram eftirfarandi.

Íslendingar verða fyrir þessu á hverjum degi. Starfsfólk í verslunum sérstaklega þeim sem selja dýra hluti gera mjög upp á milli fólks.  Það er ekki óalgengt að viðskiptavinur sé "mældur út" veginn og metinn með tilliti til þess hversu líklegur hann sé að kaupa þann dýra varning sem er í versluninni.

Ef afgreislufólkið skynjar ekki peninga og  viðkomandi er ekki þekkt persóna þá er hann varla  virtur viðlits, ég hef (innfædd í alla ættliði og get rakið ættir mínar til landnáms)  stundum fengið þau svör þegar ég spurði um verð  "þetta er mjööög dýrt".

Vissulega má segja að þetta séu fordómar en þetta hefur ekkert með kynþátt að gera. Þetta heitir snobb.

Þetta geta menn sannreynt með þvi að klæða sig eins og olíufursta og þá fá þeir fyrsta flokks þjónustu alveg sama frá hvaða heimshorni þeir eru eða hvernig þeir eru á litinn. 

 


Orðlaus.

Glæpurinn var framinn, á því er enginn vafi, fórnarlömb til  staðar og játning liggur fyrir. Þessir menn eru meira að segja búnir að biðjast afsökunnar. Er það nema von að maður eigi ekki orð.

Þetta kom samt ekki á óvart , merkilegt!!!!! 


mbl.is Niðurstaða Hæstaréttar endanleg segir saksóknari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband