Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hverskonar rugl er þetta ?

Bjarni Ármannsson varð sér útum 400 milljónir nú í vikunni. Keypti hluti í bankanum "sínum" og seldi þá aftur daginn eftir og bar 400 milljónir úr býtum. Í þessari frétt kom líka fram, hafi ég skilið rétt, að nú væri hann búinn með kaupréttinn. 

Þetta eru óhemju miklir peningar meira að segja á hans mælihvarða þar sem hann hefur ekki "nema" um 120 milljónir á ári.  

Mig minnir að þau rök hafi verið færð fyrir þessum kaupréttarákvæðum að það væri til bóta fyrir bankann að stjórnendur ættu pesóulegra hagsmuna að gæta við stjórn bankans því það hvetti þá til dáða. 

Þá spyr ég er hann þá lakari starfskraftur núna ?

 


Ólöglegt bréf ?

Núna er ég búin að lesa bréfið fræga. Ég átta mig ekki á því fjaðrafoki sem það hefur valdið né hvers vegna lögreglan ætti að rannsaka uppruna þess. Ég átta mig heldur ekki á því hvað lög hafa verið brotin. Er kannski ólöglegt að skrifa nafnlaus bréf ?

Ég fæ heldur ekki séð að höfundurinn þurfi að vera löglærður, hann gæti allt eins verið bara þokkalega vel að sér og  fylgst vel með gangi mála. Svo gætu höfundar allt eins verið tveir, jafnvel þrír. 

Það að tala um "myrk öfl"  finnst mér líka fulldramatískt ég varð líka undrandi á ummælum Sgurðar Líndals sem mér finnst alla jafna vera ákaflega orðvar maður.


Jakob klikkaði.

Það sem mér fannst merkilegast við það sem Jakob sagði í þætti Egils var litla sagan af Alþingi.

Hann var kallaður þangað inn  sem varamaður með stuttum fyrirvara og kom beint inní atvæðagreiðslu um skattalækkanir.  Þá greiddi hann atkvæði eftir  "flokkslínu"  þó svo það hefði strítt gegn sannfæringu hans. Hann hefur sennilega ekki munað eftir sjórnarskránni en þar er tekið fram að menn eiga að fara eftir sannfæringu sinni, þar er ekkert minnst á flokkslínur.

Skyldi þetta vera einsdæmi ?.
mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er svo aldeilis hissa.

Hver var það sem hæddist að einróma kosningu foringja í ónefndum flokki? Var það ekki einmitt Steingrímur sem talaði þá um foringjadýrkun ? Þetta á eflaust ekkert skylt við slíkt.
mbl.is Steingrímur endurkjörinn formaður og Katrín varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsýnir vinstri grænir.

Já það verður ekki af þeim skafið.

Þeir vita að innan fárra ára verða konur í miklum meirihluta ráðandi í bæjar- og sveitastjórnum og jafnvel inná Alþingi. Það er að segja ef ekki verður gripið í taumana.

Enda eru völdin að færast þaðan og inn í viðskiptalífið.

Þetta sjá karlarnir í Vinstri grænum og þeir ætla sko ekki að vera gripnir í bólinu og vera vitrir eftir á eins og hefur hent suma,  ónei þeir ætla að vera vitrir fyrirfram og  því vilja þeir setja lögin núna strax áður en í óefni er komið.

Jafnt hlutfall karla og kvenna takk. Annars er hætta á að þeir fái bara alls ekki að vera með yfirhöfuð.


Er það svo erfitt ?

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá förum við  í manngreiningarálit alla daga með einum eða öðrum hætti. 

Fyrir nokkurum árum bárust þær fréttir frá Bretlandi að þar í landi væru starfandi samtök fólks sem hefði það á stefnuskrá sinni að leyfa ætti kynlíf með börnum.

Þætti okkur í lagi að slík samtök kæmu hingað til lands í frí ? Ég efast um að hótel hér á landi sem og víða annarsstaðar myndu bjóða slík samtök velkomin. Eins verður að teljast hæpið að aðrir aðilar ferðaþjónustunnar vildu hafa það á ferilskrá sinni að hafa þjónustað slíkan hóp.

Það er heldur ekki sama hvort fólk komi eitt og sér eða í skipulögðum hópum. 


mbl.is Ómögulegt að flokka ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MS greiðir fullt verð.

Í morgunblaðinu í dag er smá klausa um að Mjólkursamsalan hafi ákveðið að greiða fullt verð fyrir alla mjólk, líka umfram kvóta.

Oftast nær, þó ekki alltaf, hefur eitthvað verið greitt fyrir hana.

Það skyldi þó ekki vera vegna samkeppninnar við Mjólku sem samsalan hefur ákveðið að breyta um stíl.

Fróðlegt væri að vita hvort þetta sé í fyrsta skipti sem það er gert. Það stendur ekkert um það í fréttinni.  


Grimmur heimur þessi bloggheimur.

Þar fékk Ingvi Hrafn að kenna á því. Srifar  óvægna grein um forsetann, fær fullt af "comentum" og búmm. Lok lok og læs. Honum líkuðu ekki athugasemdirnar og skellti í lás.

Nú fær enginn að gera athugasemdir við vangaveltur Ingva Hrafns. Spurning hvort það sé skynsamleg ráðstöfun manns sem ætlar sér að starfa við fjölmiðlun. Ég hefði reyndar haldið að hann hefði gott af því að fá viðbrögð. 

Hann vill greinilega hreiðra um sig í fílabeinsturni en hann er svo sem ekki einn um það karlkvölin, Það er eflaust þægilegast þannig. 

 


Klámiðnaður=merkjavörur ?

Ég heyrði í Ingibjörgu Sólrúnu í dag tala um ástæður þess að við ættum að  úthýsa klámráðstefnunni. Hún sagði eitthvað á þá leið að þessi bransi fæli í sér mannfyrirlitningu og væri órjúfanlega tengdur mannsali, og þess vegna ættum við að vísa þeim á dyr.

Mikið er ég sammála þessum orðum  hennar en um leið vekja þau mig til umhugsunar um annað.

Í mínum huga hafa merkjavörur  hverskonar verið nátengdar vinnuþrælkun bæði barna og fullorðinna. Vitað er að stórfyrirtæki láta fjöldaframleiða allskyns dót fyrir sig í fátækum löndum  þar sem farið er mjög illa með starfsfólk. Það er látið vinna óheyrilega langa vinnudaga við aðstæður sem eru ekki fólki bjóðandi og borga laun sem duga varla til framfærslu. Þar á ofan eru réttindi eins og veikindafrí eru engin og eins notfæra þeir sér neyð ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum. 

Ættum við ekki að láta þau mál  til okkar taka á þann hátt að kaupa EKKI þær vörur sem grunur leikur á að séu framleiddar með ósiðlegum hætti.

 

 

 


Liggur það ekki ljóst fyrir?

Ég sá á fréttavef RUV að Stefán Eiríksson lögreglustjóri ætli að skoða hvort ástæða sé til að kæra ökuníðinga fyrir almannahættubrot.

Ég bara spyr ef það skapar ekki almannahættu að aka um bæinn ölvaður á 190 kílómetra hraða hvað gerir það þá ?

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband