Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ekkert stórmál að menn missi vinnuna?

Þetta eru engin stórtíðindi, á þessum árstíma er margt fólk að fara frá okkur í skóla og aðrir að koma inn. Það er eitthvað verið að draga saman seglin og stilla sig af fyrir veturinn,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1.

Sérkennilega að orði komist miðað við að verið var að segja upp starfsmönnum sem sumir hverjir höfðu unnið í áratugi hjá Bílanausti og eiga ekki nema fáein ár eftir í eftirlaunaaldurinn.

"Aðrir að koma inn" hverjir skyldu það nú vera ?


mbl.is Uppsagnir hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gráta sigurinn.

Þegar ég horfði á verðlaunaafhendinguna í morgun, fannst mér skondið hvað Spánverjarnir voru rosalega kátir. Þeir sem  fengu "bara" brons hugsaði ég með tárin í augunum. Ég, eins og svo margir aðrir var farin að gera mér  raunverulegar vonir um gull.  Málið var auðvitað að Spánverjarnir kepptu í morgun um bronsið og unnu. Við kepptum um gullið og töpuðum.

Samt vorum við auðvitað búin að vinna helling. Við unnum í rauninni á föstudaginn.

Það sem gerði mig svona hálf sorgmædda með silfrið var að mér fannst liðið aldrei ná sér almennilega á strik í leiknum gegn Frökkum. Sá töfraljómi sem hefur verið yfir liðinu lét ekki sjá sig í morgun.

Ég sem fylgist alla jafna ekki með íþróttum hef fylgst vel með strákunum okkar í þetta skiptið og það hefur verið beinlínis ævintýralegt. Að sjá hverja sóknina á fætur annarri ganga upp og fylgjast með leikgleðinni og sjá þann neista sem hefur einkennt hvern og einn leikmann hefur verið hreint út sagt frábært. Þetta vantaði í leiknum í morgun.

Ég hef verið að reyna að útskýra fyrir sumum vinum mínum sem engan áhuga hafa, láta sér fátt um finnast um "einhvern boltaleik" að þetta snúist ekki um einhvern kjánalegan leik.

Þessi keppni snýst um svo miklu, miklu meira.  Hún snýst um okkur sem þjóð, hún snertir bókstaflega streng í hjartanu. Það er svo gott að finna að maður sé hluti af heild sem stefnir að sama markmiði og nær því. 

 

Takk fyrir mig og til hamingju Ísland. 


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menning og ómenning

Fyrir tveimur árum var ég niðri í bæ á menningarnótt. Ég var í Bankastrætinu rétt fyrir kl. 10. Þvílíkt og annað eins. Maður óð rusl upp í ökkla og ölvun var mjög áberandi. Fullorðið fólk með barnakerrur og vagna var vel við skál og drukknir unglingar fóru þar í hópum. Ég heyrði á tal nokkurra sem voru að segja frá því sigri hrósandi, að þeir hefðu bara hringt í pabba hans ........... og viðtið þið hvað ? Við sögðumst bara vera vinir hans.......... og  helv. kallinn fór bara í Ríkið fyrir okkur.

 

 


mbl.is Áfengi tekið af unglingum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttafréttamynd ársins

Ótrúlega skemmtileg mynd sem fangar stemninguna. Fínleg og flott kona leggur stórveldið Þýskaland að velli.

 

dorrit-fagnar1


Ábyrgð eða ábyrgðaleysi Marsibil

Ef hægt hefði verið að kjósa núna, væri hægt að tala um að Marsibil sýndi ábyrgð með því að neita að taka þátt og þannig knýja fram kosningar.  En þar sem það er ekki hægt get ég ekki tekið undir það.

Það er alveg ljóst að binda varð endi á þetta samstarf við Ólaf F. Í rauninni hefði það aldrei átt að verða, það voru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins.  

Meira að segja hefur Marsibil sagt að ekki sé hægt að vinna með Ólafi. 

Þess vegna urðu borgarfulltrúar að sýna ábyrgð með því að mynda starfhæfa stjórn. 

Hvað annað hefði verið hægt að gera?

Hefði það verið raunhæft, eftir allt sem á undan er gengið, að byggja nýjan meirihluta á fjarveru Ólafs? Það má ekki gleyma því að Tjarnarkvartettinn títtnefndi byggðist á Margréti Sverrisdóttur sem á sína borgarstjórnartilveru undir fjarveru Ólafs. 

Tjarnarkvartettinn féll einmitt á endurkomu Ólafs, sem fannst hafa verið framhjá sér gengið í því samstarfi.

Úr því sem komið var held ég að þetta hafi einmitt verið skásti kosturinn í stöðunni. 


Sætasti strákurinn á ballinu.

 Skemmtilegar myndir sem segja í rauninni allt sem segja þarf.

 

                                                                                 

Fyrsti kossinn


Óskar var besti kosturinn í stöðunni

Vonandi verður samvinna þeirra á þessum nótum. Tóm hamingja.

 


Sigurjón Þórðarson framkvæmdastjóri Frjálslyndra?

Í tekjublaði  Frjálsrar Verslunar er Sigurjón Þórðarson titlaður framkvæmdastjóri Frjálslyndra. Mér vitanlega er hann það ekki og hefur aldrei verið. Það stóð kannski til um tíma, en af því varð aldrei.

Á öðrum stað í blaðinu er Guðbjörg Glóð Logadóttir framkvæmdastjóri Fylgifiska sögð vera með fimm milljónir á mánuði. Sjálf segir hún það vera alrangt. 

Ætli þetta séu einu villurnar í blaðinu ? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband