Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ég hlýt að vera stórskrítin

Ég verð að játa að ég hef haft mjög gaman af þessum auglýsingum og alveg sérstaklega þeirri fyrstu. 

Mér finnst atriðið þegar Júdas segir "er búið að segja gjörið þið svo vel ?" alveg óborganlegt. Mér finnst leikmyndin líka mjög skemmtileg og hefði alveg verið til í að sjá  "myndina", ef hún hefði verið til.

Ekki er Galileo auglýsingin síðri.

Mér finnst Jón Gnarr yfirleitt vera mikill húmoristi og alveg stór skemmtilegur, alla vega fyrir minn smekk.

 

 


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúðvík bullukollur

"Hagkerfið er orðið það stórt að það er óvíst að krónan dugi við þær aðstæður" Þetta lét hann út úr sér í Kastljósi ásamt ýmsu öðru.

Hef bara ekki tíma til að fara nánar yfir það.

 


"Fátt verðmætara en traust og trúverðugleiki"

Var á meðal þess sem Geir H. Haarde sagði í dag. Hann vísaði til alþjóðlegra fjármálamarkaða en þetta á við allsstaðar og á öllum sviðum. 

Mér hefur einmitt helst þótt skorta á traust og trúverðugleika hans sjálfs og ríkistjórnarinnar, því miður.

Hann virðist ekki átta sig á því að fjöldi fólks situr heima hjá sér, með hnút í maganum yfir atburðum síðustu mánaða og sumir eru líka með uppsagnabréf í höndunum.

Margir hafa hagað sér óskynsamlega og látið glepjast af gylliboðum lánastofnana, sem vel að merkja voru óáreittar við þá iðju.  Keypt sér allskonar dót á afborgunum, jeppa, fellihýsi og svoleiðis.

Þeim líður meinilla, ekki nóg með að lánin hafi snarhækkað, heldur hefur dótið snarlækkað í verði og er núna illseljanlegt ef ekki óseljanlegt með öllu.

Þeim sem hafa hagað sér skynsamlega, líður heldur ekki vel. Íbúðalánin hafa hækkað og þar með afborganirnar, matvörur hafa hækkað í verði sem og flestar aðrar vörur.

Fyrir stuttu síðan var Ingibjörg Sólrún spurð af fréttamanni hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Hún var nú ekki á því að það þyrfti yfirleitt að gera eitthvað, "það er ekkert teljandi atvinnuleysi" sagði hún. Þá þegar var vitað að um fjöldauppsagnir yrði að ræða.

Það er rétt hjá Geir fátt er verðmætara en traust og trúverðugleiki í lífinu yfirleitt. Hvar værum við stödd ef þess nyti ekki við ? 

En hvorugt ávinnst nema fólk sé heiðarlegt. 

"Við verðum að laga okkur að breyttum aðstæðum"

Sagði hann líka.

Mér finnst það alltaf hljóma hjákátlega þegar fólk eins og hann, með allt sitt á þurru sama á hverju gengur, talar svona.

Honum hefði verið nær að koma fram, þegar ósköpin dundu yfir og stappa stálinu í fólk.

Það gerði hann ekki. Hann sagði fólki hins vegar að halda að sér höndum, stöðva framkvæmdir og hætta við íbúðarkaup.

Það var hreint ekki gáfulegt. Bara það eitt gæti orsakað kreppu. Gerir Geir sér ekki grein fyrir því að fjöldinn allur af fólki þarf að vinna fyrir sér, er ekki áskrifendur að laununum sínum heldur þarf að hafa fyrir framfærslu sinni ?

Fjöldinn allur á allt sitt undir því að selja öðrum vinnu sína og þjónustu og það að segja öllum að bara stoppa er fullkomið ábyrgðarleysi.

Við Íslendingar erum upp til hópa duglegt og kraftmikið fólk, sem vílar ekki fyrir sér að vinna mikið þegar á þarf að halda.

Við eigum líka skilið að eiga kraftmikinn og duglegan forsætisráðherra sem talar í okkur kjarkinn þegar gefur á bátinn og kemur fram með alvöru lausnir þegar þeirra er þörf.


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostur þrenginganna.

Bændur í Eyjafirði eru farnir að verka hey með öðrum hætti en undanfarin ár. Það er sennilega meiri vinna við það en á móti spara þeir eldsneyti og plast sem verður auðvitað dýrara og svo fá þeir kjarnmeira hey. 

Einmitt svona hlutir eiga sér oft stað þegar þrengir að. Þá er fólk beinlínis neytt til þess að hugsa hlutina uppá nýtt.

Á meðan allt leikur í lyndi þá er engin þörf á að breyta til. Þess vegna getur verið gott fyrir okkur að fá spark í rassinn af og til svo við förum að haga okkur skynsamlega.

Við þekkjum það öll að þegar "nóg" er til þá förum við kæruleysislega með hlutina en þegar við sjáum fram á skort þá er annað uppi á teningnum. 

Ég vona samt að við þurfum ekki að fara að "venda" flíkum eins og gert var þegar elskuleg amma mín var ung. 


mbl.is Nýjungagjarnir bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæfudagur.

Þessi hjátrú varðandi föstudaginn er byggð á misskilningi, allavega hjá kristnu fólki.

Í síðustu kvöldmáltíð Jesú sátu þrettán manns við borðið, að því að talið er, og svo var hann krossfestur á föstudegi. Þegar þetta tvennt fer svo saman á að vera hætta á meiriháttar ógæfu.

Menn virðast gleyma því að Jesú dó fórnardauða á krossinum, hann var ekki myrtur. Til þess að frelsun manna frá syndum þeirra gæti átt sér stað varð Jesú  að láta lífið með þessum hætti. Hann tók á sig allar heimsins syndir hvorki meira né minna (hvernig svo sem það er hægt). Þetta er lykilinntak kristinnar trúar.

Þess vegna ætti þetta að vera hinn mesti gæfudagur. 

 

Ps. Ég er ekki trúuð, því miður Wink.


mbl.is Minna um óhöpp á föstudaginn 13. en aðra föstudaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið

Alþingismaður  brýtur alvarlega af sér í trúnaðarstarfi, hlýtur óskilorðsbundinn fangelsisdóm, situr hann af sér og er umsvifalaust kominn aftur á þing.

Embættismenn og ráðherrar brjóta lög við sölu á Íslenskum Aðalverktökum, Hæstiréttur dæmir, enginn axlar ábyrgð, enginn missir vinnuna. Þeir voru svo óvanir greyin, þeim gengur vonandi bara betur næst.

Jón Ásgeir er hundeltur í sex ár, niðurstaðan ein sú aumlegasta sem um getur miðað við hvað lagt var upp með. Hans dómur er skilorðsbundinn. Honum er meinað að sitja í stjórnum eigin fyrirtækja.

Þetta finnst mér bæði ósanngjarnt og skrítið. 


Kemur ekki á óvart.

 Enginn staður hefur enn misst sitt tóbakssöluleyfi þrátt fyrir að hafa verið uppvís að því að selja börnum undir aldri tóbak.

Það verður spennandi að fylgjast með því hvort einhver þessara staða missi leyfið.

Þegar Sigurður Kári hefur mælt með því að matvöruverslanir fái að selja áfengi þá talar hann um hvað það gangi ljómandi vel með tóbakið, það er að virða reglur um lágmarksaldur.

Held að hann ætti að kynna sér málið aðeins betur. 


mbl.is Meirihluti sölustaða í Hafnarfirði selur unglingum tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott saman

Ég held að saman myndu Obama og Hillary mala kosningarnar. Þau myndu líka slá vopnin úr höndum republikana.

Það væri frábært bæði fyrir Bandaríkin og rest, að fá blökkumann sem forseta og konu sem varaforseta.


mbl.is Obama tryggir sér útnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof,

Hvort eiga nú smiðirnir sem eru nýbúnir að missa vinnuna sína eða eru við það að fá uppsagnarbréf,  að þakka Guði fyrir skjálftann eða eiga Sunnlendingar eigi að þakka Guði fyrir samdráttinn á byggingamarkaðnum sem gerir það að verkum að smiðir eru á lausu ? 

Allavega er það alveg klárt að þessi skjálfti kom eins og eftir pöntun ef hann hefur á annað borð þurft að koma.  


mbl.is Snarpur kippur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband