Þetta hefði átt að gerast strax.

Enn eitt dæmið um klúður. Eðlilegast hefði verið að kalla þessa erlendu kröfuhafa að borðinu strax í upphafi.

Með hverjum deginum sem hefur liðið frá hruninu hafa eignir bankanna rýrnað. Sumir hafa talað um að þær hafi beinlínis fuðrað upp.  Samt gera menn sér vonir um að eignirnar dugi langleiðina upp í kröfurnar.

Ráðaleysi ríkistjórnarinnar hefur verið átakanlegt.

"Samhljómur var á meðal þeirra fulltrúa erlendra kröfuhafa sem Morgunblaðið ræddi við að setning neyðarlaganna þann 6. október hefði verið afleikur af hálfu íslenskra stjórnvalda. Með þeim hefðu þau gert tvenn afdrifarík mistök: þjóðnýtt eignir sem þau áttu ekki og breytt leikreglum eftir á."

Listinn yfir "mistök" ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins er orðinn ansi langur og fjandi dýr.

Það skyldi þó ekki vera að draumur margra, um að fá erlenda banka, sé í þann veginn að rætast þó með heldur óvæntum hætti sé. 

 


mbl.is Erlendir vilja eiga banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra. Þetta er nú að verða meiri langavitleysan. Ég segi fyrir mig að ég upplifi algert ráðaleysi stjórnvalda og í kvöld fannst mér Ingibjörg bara kát  í viðtali við RÚV yfir því að nú virðist auðvelt að neyða þjóðina í ESB út af bankahruninu og þessum Icesavereikningum. Hún virðist hafa bara eitt markmið sem er að koma þjóðinni í það arma bandalag. Ég vona að það takist ekki og við höldum fullu sjálfstæði. Nú ræða menn um að við komumst í ESB á ca 18 mánuðum en það taki mörg ár að fá evruna.. þetta er nú alveg um það bil að verða fyndið. Nú ætla Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn að skipta um stefnu varðandi inngöngu svo það sé ekki fyrirstaða í kosningunum sem væntanlega verða í vor. Ekki finnst mér það neinn kostur að fá erlenda banka inn í landið með þessum hætti þar sem það er ekki til að auka samkeppnina. Það hefði ég viljað sjá meðan hinir bankarnir voru í einkaeigu, eftirlitslausir og án samkeppni á heimavelli. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þetta erátakanlegt að horfa upp á, greinlega hefði verið best að láta bankana semja við sín lánadrottna sjálfa.  Þessi inngrip Ríkisstjórnarinnar  virðast vera tómt klúður og ekkert plan

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband