Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ekki skrítið að flestir vilji Hönnu Birnu í borgarstjórastólinn.

Hanna Birna er sú eina sem býr yfir þeim myndugleika sem þarf í starfið. Það hefur margoft komið í ljós. Borgarbúar kalla líka eftir heilindum hjá kjörnum fulltrúum og hún er sú eina af þeim þremur efstu í Sjálfstæðisflokknum sem hefur ekki verið uppvís að því að segja ósatt.

Ég vona bara allra vegna að Vilhjálmur átti sig og dragi sig í hlé, þetta er orðið ágætt og ástandið getur bara versnað. Hann sagðist ætla að hlusta á borgarbúa og nú ætti hann að heyra. 

 


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama hvaðan gott kemur ??

Þessu hefur oft verið haldið á lofti og þá sérstaklega til að verja hæpinn málstað.

Ég get ómögulega fallist á þetta. Mér finnst skipta máli hvaðan hlutirnir koma,  mér er ekki sama hvaðan hið "góða" kemur.  

Ef framið yrði valdarán hér á Íslandi og ræningjarnir byrjuðu á því að bæta kjör aldraðra og öryrja, myndi fólk þá bara kyngja því og kyrja "það er alveg sama hvaðan gott kemur" ? 


Villi í vanda.

 Hvernig stendur á því að maður sem kominn er af barnsaldri skuli ekki skilja hvað það þýðir að axla ábyrgð ? Það var beinlínis átakanlegt að horfa á Vilhjálm á þessum svokallaða fréttamannafundi. Heyra í manninum reyna að klóra sig útúr þessu. Á maður svo að trúa því að félagar hans styðji hann heilshugar ? ég held ekki, þau hefðu þá verið þarna hjá honum. Sennilega hafa þau  ekki treyst sér til að standa þarna fyrir framan myndavélarnar og segja ósatt. Svipurinn á þeim hefði komið upp um þau.

Þau eru heldur ekki öfundsverð af stöðunni. Það er í rauninni alveg sama hvað Villi hefði sagt í dag allt hefði það verið vont. Það hefði líka verið vont ef hann hefði stigið til hliðar. Einhverjir hefðu sagt að hann væri að yfirgefa sökkvandi skip og það þykir ekki gott. Svo eiga þau hin, sérstaklega Hanna Birna og Gísli Marteinn erfitt með að koma sér saman um það hvort þeirra ætti að taka við. 

Mér finnst augljóst að Hanna Birna eigi að taka við.Borgarbúar eiga skilið að fá ærlega manneskju sérstaklega eftir það sem á undan er gengið, síst af öllu þurfum við einn lygalaupinn enn. Gísli Marteinn afhjúpaði sig sem hégómlegan ósannindamann þegar hann skrökvaði til um prófgráðuna sem hann ætlaði að vera búinn að ná þegar bókin kæmi út. Ætli hann sé búinn að taka prófið ? 

Vandræðaástandið í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins minnir óneitanlega á ástandið eins og það var þegar Davíð steig úr borgarstjórastólnum. Þá gátu Inga Jóna, Þórðardóttir, Björn Bjarnason, Katrín Fjeldsted og  Árni Sigfússon ekki með nokkru móti komið sér saman um hvert þeirra ætti að vera Borgarstjóri. Niðurstaðan var sú að enginn, lesist Markús Örn, var gerður að  Borgarstjóra. 

Það gat auðviðað ekki gengið svo að Árni var settur í staðinn en það var bara of seint.

Kosningabaráttan sem þá fór í hönd var ein sú mislukkaðasta í sögu Sjálfstæðisflokksins en þá var Árna Sigfússyni og allri hans fjölskyldu stillt upp eins og um ameríska draumafjölskyldu væri að ræða. Íslendingar voru ekki alveg til í að kaupa það og það átti örugglega sinn þátt í því að Ingibjörg Sólrún náði kjöri. Hún var nefnilega bara ein í framboði þrátt fyrir að eiga þennan líka fína eiginmann og tvo ágætlega útlítandi syni. 

Gott ef það var ekki Hanna Birna sem átti stóran þátt í þessu klúðri sem hugmyndasmiður.


Núverandi "kvóti" Ráða skal nothæfan vin eða vandamann í stað hæfari vandalausan.

Merkilegt hvað svona uppástunga vekur sterk viðbrögð. Sumir virðast hreinlega ganga af göflunum. Svo hefst söngurinn, "þá neyðist maður til að ráða óhæfa konu í staðinn fyrir hæfan karl".

Það er eins og engum detti í hug að valið geti staðið á milli tveggja hæfra einstaklinga af sitthvoru kyni. Hvað með núverandi "kvóta" það er að segja vina og vandamannakvóta ? Ráða skal nothæfan vin eða ættingja í stað hæfari vandalausan.

Hógværar konur segjast líka vera á móti kynjakvóta því hann væri niðurlægjandi. Þær segjast vilja vera ráðnar vegna eigin hæfileika en ekki vegna kynferðis. Látið ykkur dreyma. Eins og hæfileikar séu það sem hefur gilt hingað til samanber þrjár nýjustu ráðningar tveggja ráðherra, allar mjög umdeildar.

Ef sú væri raunin þá væri margt öðruvísi og örugglega væru mun fleiri konur í ábyrgðastöðum en nú er og konur og karlar fengju sömu laun fyrir sömu vinnu. Ég trúi því ekki að hlutfall kynjanna í þessum stöðum endurspegli hæfileika þeirra.

Treystir einhver sér til þess að segja að þessar konur á listanum séu óhæfar? Held ekki.

Hvaða fyrirtæki sem er væri fullsæmt af því að hafa einhverja þeirra í sinni stjórn.

 


mbl.is Kynjakvóti bundinn í lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband