Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Vilji borgarbúa.

Ögmundur áttar sig á því að núverandi borgaryfirvöld vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Hvað með núverandi borgarbúa? og hvað með aðra landsmenn?

Í tíð R listans var kosið  um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Illu heilli hvöttu Sjálfstæðismenn "sitt fólk" að hundsa kosninguna. Forysta Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma vildi halda flugvellinum í borginni sem og margir flokksmenn. Mig minnir að niðurstaða kosningarinnar hafi fallið flugvellinum í óhag. Ef Sjálfstæðismenn hefðu tekið þátt þá hefði niðurstaðan orðið önnur.

Talað var um að færa flugvöllinn á Hólmsheiði, en allir sem vilja vita vita að það er algjör fásinna í alla staði. Fyrir svo utan það að það er ekkert til sem heitir að færa flugvöll.

Hrafn Gunnlaugsson og Framsóknarflokkurinn töluðu um Löngusker sem er auðvitað hreint og klárt bull. 

Ef flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verður lagður af þá er nærtækast að innanlandsflugið verði flutt á Keflavíkurflugvöll.

Að mínu mati er það mál allra landsmanna hvar flugvöllurinn er staðsettur. Það er ekki einkamál Reykvíkinga.

Hitt er svo annað mál að eflaust er hægt að laga flugvöllinn aðeins til og  minnka það svæði sem hann hefur nú þegar. 

Mín hugmynd er sú að það ætti að laga hann til og jafnvel gefa aðeins í og hefja áætlunarflug til London og Kaupmannahafnar frá Reykjavíkurflugvelli, sleppa fríhöfn og svoleiðis veseni, bara flug og ekkert annað. Þannig mætti stytta ferðatíma til þessara staða sem eru helstu áfangastaðir Íslendinga.


mbl.is Hefði ekki blásið miðstöð af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðla að fjölmenningu!

 

Ég er nokkuð ánægð með niðurstöður Þjóðfundarins svona heilt yfir. Flest er almenns eðlis og almenn samstaða ætti að geta ríkt um svo sem eins og að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggi fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu. Hún eigi að standa vörð um íslenska tungu, menningu og auðlindir þjóðarinnar.

 Svo eru þarna nokkur atriði eins og aðskilnaður ríkis og trúfélaga  og að landið yrði gert að einu kjördæmi  sem ágreiningur er um.

Að lokum er þarna atriði sem mér finnst þarfnast nánari skýringa en það er að stuðlað verði að fjölmenningu. Hvað þýðir það?

Þýðir það að  fólk frá öðrum menningarheimum verði markvisst flutt til Íslands?

 


mbl.is Stjórnarskrá fyrir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband