Hverju ætlar Geir að skrökva að okkur í dag.

Á þeim blaðamannafundum sem haldnir hafa verið til þessa hafa þeir Geir og Björgvin, síðar Ingibjörg, sagt ákaflega fátt að gagni. Þau hafa líka sagt okkur ósatt. Í fljótu bragði hef ég ekki tölu á öllum þeim ósannindum en mér er efst í huga varðandi IMF að Icesave reikningarnir komi þar hvergi nærri.

Þau hafa líka látið ógert að segja okkur hver staðan er eða hvort og hvað mikið sé til í bönkunum upp í kröfurnar. Ingibjörg hefur rétt tæpt á því nú nýlega.

Það sem er svo allra verst er að þau virðast enga grein gera sér fyrir því ástandi sem ríkir hjá almenningi í þessu landi.

Þúsundir missa vinnuna aðrir þurfa "bara" að taka á sig launalækkun sumir allverulega.

Þetta sama fólk hefur tapað sparifé sínu ýmist í formi peningabréfa eða hlutabréfa.

Eignirnar hrapa í verði og lánin snarhækka.

Vöruverð á nauðsynjum rýkur upp úr öllu valdi, það sama gildir um opinbera þjónustu. 

Er það nema von að fólki sé ofboðið. 

Þess vegna fer ég fram á að Ríkisstjórn og stjórn Seðlabankans víki. 


mbl.is Ríkisstjórnin boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Já,það er spennandi að vita hverju Geir ætlar að ljúga að okkur núna.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 14.11.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sael Tora.

Aetti sjalftaedismenn ad breyta ut af vananum nuna og fara ad segja sannleikann???

Eg er mest hissa a tjodinni ad vera ad standa fyrir fridsomum  motmaelum a Austurvelli, hverja helgi

Tad tarf greynilega ad lata hendur standa framm ur ermum og motmaela af fullri alvoru... Verst ad flugvelin sem flutti sprengiefnid fekk ad fara af landinu med tad allt!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.11.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þið eruð eins og óhreinindi í tönnunum sem erfitt er að losna við - gefið nú fólkinu svigrúm ansk hafi það

Jón Snæbjörnsson, 14.11.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband