Óþolandi óvissa

Ef Björgólfur segir satt, sérstaklega varðandi þann þátt að eignir dugi fyrir skuldunum, þá hefur ríkisstjórnin staðið sig verr heldur en ég hélt. Þá hefur hún látið okkur engjast af kvöl og kvíða alveg að óþörfu.

Reyndar talaði Ingibjörg líka um það í kvöld að sennilega væri slatti til af eignum á móti.

Það er löngu tímabært að við fáum að vita hver staðan er í raun og veru. 

Annars er það alveg skelfilegt hvað Sigmar er lélegur spyrill, hann ætti bara að halda sig við þætti eins og Útsvar ef hann vill endilega spyrja spurninga.


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það var kannski til nóg af eignum. Ég hef áhyggjur af því að það sé búið að gera þær verðminni og selja einhverjar þeirra á undirverði þannig að það er spurning hve mikið er eftir til að borga skuldirnar. Svo hafa hryðjuverkalögin án efa valdið einhverjum skaða sem þýðir að einhverjar eignir hafi getað rýrnað útaf þeim.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 13.11.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nú er liðið vel á annan mánuð frá hruninu og staðan versnar og myndin skýrist ekki.

Þetta er ólíðandi.

Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband