Úf, deja vu.

Þegar ég sé þessar myndir rifjast upp fyrir mér ferð sem ég fór fyrir allmörgum árum.

Ég var á leiðinni í Stykkishólm frá Reykjavík og ætlaði með Baldri yfir Breiðafjörð. Þetta var rétt eftir Páska og það hafði rignt mikið.

Einhversstaðar á sunnanverðu Snæfellsnesinu kem ég að brú. Mikið skarð, svona eins og á myndinni var komið í veginn rétt fyrir framan brúna en smá ræma var eftir. Ég var að velta því fyrir mér hvort hún væri nógu breið og sterk til að ég kæmist. Rétt í þann mund sem ég var að komast að því að best væri að snúa við, tek ég eftir pallbíl hinu megin og sá var á leiðinni frá mér. Af einhverjum ástæðum dró ég þá ályktun að hann hefði farið yfir og þar sem sá bíll var bæði stærri og þyngri en minn þá hlyti mér að vera óhætt svo ég fór yfir. 

Stuttu síðar var ég búin að ná pallbílnum enda hafði hann stoppað til að bíða eftir mér og bílstjórinn sem var frá Vegagerðinni benti mér, mjög vinsamlega, á að ég hefði stefnt mér í stórhættu. Þeir félagarnir höfðu ekkert farið yfir heldur höfðu þeir snúið við eins og ég hefði átt að gera. 


mbl.is Miklar vegaskemmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband