Réttur hverra?

Á fréttavef vísis  er sagt frá því að Íslenskar lesbíur geta fengið nafnlaust gjafasæði frá dönskum sæðisbanka.

Lesbíur hafa talið það sinn rétt að fá að ganga með og eignast börn. 

Það getur ekki verið réttur nokkurrar manneskju að eignast börn.

Mér finnst það hins vegar vera skýlaus réttur barna að vel sé að þeim búið, komi þau á annað borð í heiminn.

Það er líka jafnsjálfsagður réttur barna að þekkja bæði föður sinn og móður.

Eins er það réttur þeirra að umgangast bæði föður sinn og móður sé þess nokkur kostur.

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er þetta eitt af höfuðatriðum sáttmálans.

Hvernig stendur á því að þessi réttur barnanna er hundsaður ?

Við þekkjum ótal dæmi um að fólk sem af einhverjum ástæðum veit ekki hver faðir þess er, eyðir ómældum tíma og peningum til að finna hann. Nærtækast er að nefna börn Bandarískra hermanna. Þetta fólk segir frá því að því finnist mikið vanta þegar það þekkir ekki uppruna sinn og skiptir þá engu hvort það hafi átt góða æsku eða ekki. Þetta virðist vera þeim mikið mál.

Hver vegna í ósköpunum erum við að stuðla að því, með nafnlausu gjafasæði, að fjölga svona málum?

Hafa þessar ágætu konur sem þrá svona heitt að eignast börn ekki leitt hugann að þessu.?

Hvers vegna kjósa þær að svipta börnin sín þessum sjálfsagða rétti þeirra ? 

Hvers vegna er þetta ekki gert fyrir opnum tjöldum?

Fólk á rétt á því að vita uppruna sinn það á ekki að vera hægt að ganga fram hjá því.

Áður birt í okt. 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Verður sæðisbankinn ekki að koma sér upp aðstöðu til að börnin geti farið í "pabba" heimsókn. Þá geta þeir sett mynd af öllum mönnum sem hafa selt sitt sæði upp á vegg og blessuð börnin eiga alla þesssa menn sameiginlega.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.7.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki einu sinni "gjafasæði", Þóra, heldur borgað fyrir það. Um það hefur verið skrifað einhvers staðar á netinu og í dönskum blöðum.

Jón Valur Jensson, 24.7.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í Danmörku hefur verið uppi sterk hreyfing sérstaklega innan vinstri flokkana sem heldur því fram "að hver einstaklingur eigi rétt á að fá að stunda kynlíf".

Sigurður Þórðarson, 26.7.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband