Frumþarfir.

Öll þurfum við að nærast, hvílast og ganga örna okkar.

Hvar sem við þvælumst um heiminn verður ekki hjá þessum þörfum komist. Víðast hvar keppist fólk við að uppfylla fyrstu tvö atriðin en því þriðja virðist enginn hafa áhuga á að sinna.

Hvort heldur sem er á fjölförnum ferðamannastöðum úti um land eða í miðbæ Reykjavíkur er reynt að hundsa þessa staðreynd og það er eins og enginn hafi áhuga á að sinna þessu almennilega.

Ég skrapp nýlega upp að Geysi og þar var hið fínasta hús þar sem hægt var að fá sér í svanginn og meira að segja á sanngjörnu verði en snyrtingin var hreint ekki góð. 

Mér þætti meira en sjálfsagt að borga eitthvert gjald og fá þá í staðinn snyrtilega salernisaðstöðu. 


mbl.is Skrásetja klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gott hjá ferðamálastjóra að kanna þetta. Annars er samúð mín takmörkuð meðan hreyfihamlaðir þurfa að kanna áður en farið er af stað hvort klósettaðstaða sé aðgengileg fyrir þá. Einhver ætti að kanna hvort þeir kúki og pissi eins og annað fólk. Æ ég ætti ekki að tjá mig um þetta ég verð svo reið og ekki við þig að sakast... Gott að sjá að þú ert komin í gang aftur á blogginu... kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.7.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband