Kennitöluofnotkun

Alveg er það stórmerkilegt hvaða fyrirtæki biðja mann um kennitölu.

Þetta fer nett í taugarnar á mér. Nýjasta dæmið er fatahreinsun. Ég fór með buxur í hreinsun og stúlkan voða elskuleg, sagði eins og ekkert væri sjálfsagðara : Kennitala ?? og beið eftir svari.

Ég spurði þá,  hvað er ekki nóg fyrir þig að fá símanúmer ?

Nei, þetta er nýtt, nú notum við kennitölu, er það ekki í lagi ? 

Nei sagði ég, mér finnst það ekki í lagi.

Mér finnst hreint ekki í lagi að gefa upp  kennitölu í tíma og ótíma. Ég held meira að segja að þetta sé sér Íslenskt fyrirbæri. 

Bankar heimta auðvitað alltaf kennitölu líka þegar þeir þurfa þær ekki. 

Eitt sinn mætti ég í bankann með gíróseðil og pening. Ég ætlaði að borga fasteignagjöldin fyrir tengdamóður mína og eins og hennar er siður lét hún mig fá peninga. Ég rétti fram seðilinn og peningana og þá vildi gjaldkerinn líka fá kennitöluna mína, sagði að það væri alveg bráðnauðsynlegt.

Ég hélt nú ekki, upp hófst þvarg og pex. Ég fjandanum þrjóskari, lét mig ekki  þrátt fyrir að gjaldkerinn segði að þetta væri mér fyrir bestu, því ef hann fengi kennitöluna mína þá fengi ég leiðréttingu ef honum yrðu á mistök. Glætan að það hefði verið hægt að klúðra þessu.

Að lokum spurði hann með þjósti hvort ég væri hlynnt peningaþvætti.

Ætli þessi aðferð til peningaþvættis sé mikið notuð ? þessi að borga fasteignagjöld eldri borgara með reiðufé ? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Og þú

Þóra Guðmundsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þetta er alveg rétt, við erum trúlega eina landið sem notum kennitölu í staðinn fyrir nafn.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.4.2008 kl. 09:12

3 Smámynd: Halla Rut

Þetta er enn dæmið um öfga.

Halla Rut , 12.4.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband