Akkúrat eins og ég hef sagt.

Ég hef alltaf sagt að yfirlýsing af því tagi að við ætlum að sækja um aðild myndi virka á svipaðan hátt og ef alkahólisti sem væri búinn að leggja allt í rúst myndi lýsa því yfir að hann ætlaði inná Vog.

Bara sú yfirlýsing gæti komið í veg fyrir að hann missti vinnuna og að konan færi frá honum.

Þess vegna mæli ég með slíkri umsókn.


mbl.is Skref í átt að ESB væru jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson


Þetta er grein úr allmennum hegningarlögum.

Ekta fyrir þá sem vilja EU. Aðild

Evrópusinnar eru samkvæmt þessari grein landráðamenn.

Lög nr:19. 12Febrúar 1940 (og enn í gildi). 

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

Svo er líka til lagabálkur um ráðherraábyrgð þar sem það sama kemur fram um landráðaráðherra.

Stjórnarskráin bannar líka landráð.

MBK: Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.11.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þessi grein hefur ekkert með milliríkjasamninga að gera. Það kallast ekki nauðung þegar ríki gera samninga sín í milli. Ekki má gleyma því að slíkir samningar færu undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þóra Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Einmitt! þess vegna þarf að breita stjórnarskránni, annars LANDRÁÐ, eða hvað??

Hörður Einarsson, 14.11.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband