Bréf frá Íslandsvini í Danmörku.

 Ekki veit ég hvernig þetta ætlar allt saman að enda hjá ykkur. Mér líst verr og verr á þetta, eins sennilega ykkur líka.
Hér var stór frétt í gær í Politiken þar sem var sagt að Ólafur Ragnar hafði úthúðað Dönum og öðrum fyrir að hjálpa ekki Íslandi.

Ég held að hann ætti að spyrja sjálfa sig hvers vegna Danir og fleiri ekki hafi komið hlaupandi til hjálpar. Kannski af því að þeir hafa séð hvernig fjármálunum á Íslandi hefur verið stjórnað eða öllu heldur ekki stjórnað síðustu árin. Enn eru sömu mennirnir við stjórn, enginn tekur ábyrgð og það eru heldur ekki komin nein plön um hvernig eigi að ráðstafa þessum lánum. Margir Danir, Englendingar, Þjóðverjar og aðilar annarra þjóða hafa misst vinnuna út af útrásarþörf Íslendinganna frægu. Mér finnst mikil frekja að bara krefjast skilyrðislaust að þessi lönd komi hlaupandi til hjálpar. Þeir vilja líka vita
í hvað peningarnir fara , þeir eru sennilega skíthræddir um að þeir bara fuðri upp eins gerðist til dæmis í Argentínu. Það eru engin merki um að þessum lánuðu peningum muni verða ráðstafað skynsamlega, og að hjálparlöndin eigi einhverja von um að fá þessi lán greidd til baka. Það er samdráttur allsstaðar í heiminum og það er stór beiðni um að óska eftir lánum á þessum tímum. Og hvernig er það annars hafa Íslensk yfirvöld leitað til annarra landa m.a. Danmerkur um hjálp eða ætlast þeir bara til að þeir gefa hana óbeiðnir?

Mér finnst reyndar að Íslensk yfirföld ættu ekki að biðja um pening, heldur bara dvalar- og vinnuleyfi fyrir íslendinga í öðrum löndum. Svo getur ríkisstjórnin og stjórn Seðlabankans verið ein eftir á skerinu, og lifað í ein og ótrufluð í sinni ostakúpu.

Hvernig hafið þið það annars þarna Þarf ég að koma með rúgbrauð og mjólk með mér þegar ég kem, eða nægir áfengi og sælgæti. Það er kannski þörf á einhverju sterkara en rauðvíni og bjór á þessum síðustu og verstu tímum?

Ég held að þetta bréf lýsi því vel hvernig litið er á okkur í útlöndum þess vegna er það forgangsverkefni okkar að losa okkur við spillingarliðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Gott bréf,og ég tek undir með þér það er númer 1,2og 3 að losa okkur við alla spillingu ekki bara stjórnvöld heldu líka í stjórnsýslunni.

Rannveig H, 13.11.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég veit bara ekki hvernig í fj. við getum komið þessu pakki frá.

Þóra Guðmundsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband