Hvað svo????

Samfylkingin afneitar Davíð, en hvað þýðir það í raun? Ætlar Samfylkingin að aðhafast eitthvað frekar, ætlar hún að una því að Davíð verði áfram Seðlabankastjóri í skjóli Sjálfstæðisflokksins?

Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera? Ætlar hann að hafa Davíð áfram þrátt fyrir óánægju samstafsflokksins?

Hvað ætlar Þorgerður Katrín að gera? Ætlar hún að láta það yfir sig ganga að Davíð tjái sig eins og honum sýnist og að ekki megi ræða Evrópu?


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekkert nóg að bóka að þeir þvoi hendur sínar af Davíð.

Þessu þarf að fylgja framkvæmd.

En þeir eru ekki margir sem vilja bera ábyrgð á þessum rígfullorðna óþekktaranga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra. Ætli það verði ekki næst að Sjálfstæðisflokkurinn firri sig ábyrgð á fjármálaeftirlitinu sem Samfylkingin ber ábyrgð á. Þetta er bara broslegt í meira lagi finnst mér. Öll umræða um Evrópusambandsaðild er bara til að draga athyglina frá raunverulegri stöðu mála og engan vegin tímabær eins og allir vita. Ég sé ekki að það skipti lengur máli hver er seðlabankastjóri/stjórar og óþarfi að bæta á launagreiðslur þar núna þegar við stjórnum ekki lengur aðgerðum heldur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ef ég hef skilið þetta rétt. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.11.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég er ekki sammála þér Kolla með Evrópusambandið. Þvert á móti held ég að við séum nauðbeygð að horfa í þá átt og skoða málið af alvöru þó ekki væri nema vegna myntarinnar. Það er algjörlega klárt mál að við getum ekki haldið úti eigin mynt. Raunar erum við í þeirri stöðu núna að krónan er svo handónýt að við getum hvorki haft hana né skipt henni út. Við eigum umsvifalaust að víkja öllum seðlabankastjórunum og reyndar stjórninni allri síðan skipa einn faglegan stjóra. Það má vel setja neyðarlög sem svipta þá gömlu ofureftirlaununum sínum. 

Jenný, ég er hrædd um að Samfylkingin geri ekkert meira í málinu. 

Þóra Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:30

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Þóra.

Því miður er Samfylkingin að skjóta sig í fótinn því flokkurinn situr nú í ríkisstjórn landsins, og ber þar jafna ábyrgð á við samstarfsflokk þann sem hann valdi sér við völd.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.11.2008 kl. 00:57

5 Smámynd: Rannveig H

Þóra mikið er ég sammála þér fagleg stjórn fram að næstu kosningu hvenær sem þær verða.

Rannveig H, 3.11.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra. Það skiptir engu hvort þú ert sammála mér eða ekki með Evrópusambandið við erum miklu fjær því nú en áður að komast inn hvort sem við viljum það eða ekki. Ef þú hefur kynnt þér skilyrði fyrir inngöngu þá veistu líklega að með nýjum skuldabagga ríkisins erum við úti á túni plús það að verðbólga og vextir eru langt yfir mörkunum. Það tekur mörg ár að ná inngöngumarkmiðum og óþarfa eyðsla á kröftum að þvæla um það núna. Mér finnst hinsvegar sjálfstæði og yfirráð yfir okkar auðlindum svo miklu meira virði og hef ekki trú á að allt sé betra í útlöndum. Þessi ESB þráhyggja er farin að minna mig á bókstafstrú þar sem menn halda eða trúa að eitthvað annað komi þeim til bjargar. Reyndar man ég ekki eftir öðru en að krónan hafi verið heldur haldlítil í útlöndum í gegnum árin. Norðmenn standa vörð um olíuna. Við eigum að standa vörð um fiskinn, vatnið, jarðhitann og landið. Með falli krónunnar mun ferðamannastraumur liggja til landsins og við eigum að einbeita okkur að því að sýna landið án þess að það verði sjúskað og fá þannig gjaldeyri til að greiða niður skuldafjallið sem við sitjum uppi með. Mér finnst mjög undarlegt ef frjálslyndir standa ekki vörð um sjávarútveginn það verð ég að segja ,,,hver þá,,, kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband