Hver er sinnar gæfu smiður.

Þessi orð lét Lárus Welding falla í Silfri Egils, fyrir rúmri viku. Ætli hann sé enn sömu skoðunar.

Á vef DV segir hann hörku í kröfu ríkisins hafa komið á óvart. Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem hann kemst nálægt því að vera í svipaðri stöðu og Jón Jónsson er alla jafna, þegar hann þarf að leita á náðir síns banka í erfiðleikum.

Þegar allt lék í lyndi og peningarnir virtust beinlínis vaxa á trjánum skömmtuðu þessir menn sér launin eins og þeim sýndist. Þegar almenningur hafði ýmislegt við það að athuga sögðu þeir að okkur kæmi þetta ekki við. Við vorum meira að segja ásökuð um öfund.

Núna kemur heldur betur á daginn að okkur kemur málið við. Réttast væri að lækka launin þeirra nú þegar.  Það er að segja haldi þeir vinnunni.



mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er alveg hryllilega ósanngjarnt af ríkinu að vilja fá eitthvað í staðinn fyrir þessa 84 milljarða.

Karma (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Þetta þýða 280.000 krónur fyrir hvert okkar.

Og nei þeir voru engir snillingar. Á síðustu árum höfðu allir bankar aðgang að ódýru lánsfé til húsnæðislána. 

Húsnæðisbólan með sitt óhjákvæmilega hrun hefði aldrei orðið meira en húsnæðis uppsveifla ef viðskiptabankarnir hefðu ekki haft aðgang að ódýru lánsfé að utan til að lána grunlausum landanum. Lánsfé í heiminum hefur verið ódýrt síðustu ár því seðlabanki bandaríkjanna (Federal Reserve) hélt stýrivöxtum langt undir raunvirði og prentaði alla þá peninga sem bankarnir gátu lánað með tilheyrandi verðbólgu og óhjákvæmilegu efnahagshruni.

Austurríska hagfræðin spáði fyrir um að efnahagsbólur og efnahagshrun væru óhjákvæmilegar afleiðingar "seðlabankakerfis sem prentar peninga úr engu". Þessir spádómar rættust fyrst eftir áratug af peninga prentun og ódýrum lánum sem leiddi til efnahagshrunsins 1929 og heims kreppunnar sem fylgdi í kjölfarið. Þessir spádómar eru enn að rætast í dag og munu halda áfram að rætast meðan seðlabankar geta prentað peninga úr engu.

Hér er ókeypis hljóðútgáfa á mannamáli hvers vegna við gátum tekið ódýr lán sem núna eru dýrt, hvers vegna krónan hrundi, hvers vegna hver Íslendingur var að tapa 280.000 krónum og hvernig hægt er að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir bólur og kreppur í framtíðinni:

9: Inflation and the Business Cycle  (Verðbólga og Hagsveiflan)

Rót vandans eru seðlabankar sem geta prentað peninga úr engu og flæða markaðinn með ódýru lánsfé. Það er til lausn.

Jón Þór Ólafsson, 29.9.2008 kl. 15:45

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þeir virðast ekki alveg vita hvað þeir eru að gera þessir starfsmenn. Þeir hefðu gott af því að fara að vinna með höndunum, gætu verið betri á því sviði, Segji nú svona.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.9.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband