Ábyrgð eða ábyrgðaleysi Marsibil

Ef hægt hefði verið að kjósa núna, væri hægt að tala um að Marsibil sýndi ábyrgð með því að neita að taka þátt og þannig knýja fram kosningar.  En þar sem það er ekki hægt get ég ekki tekið undir það.

Það er alveg ljóst að binda varð endi á þetta samstarf við Ólaf F. Í rauninni hefði það aldrei átt að verða, það voru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins.  

Meira að segja hefur Marsibil sagt að ekki sé hægt að vinna með Ólafi. 

Þess vegna urðu borgarfulltrúar að sýna ábyrgð með því að mynda starfhæfa stjórn. 

Hvað annað hefði verið hægt að gera?

Hefði það verið raunhæft, eftir allt sem á undan er gengið, að byggja nýjan meirihluta á fjarveru Ólafs? Það má ekki gleyma því að Tjarnarkvartettinn títtnefndi byggðist á Margréti Sverrisdóttur sem á sína borgarstjórnartilveru undir fjarveru Ólafs. 

Tjarnarkvartettinn féll einmitt á endurkomu Ólafs, sem fannst hafa verið framhjá sér gengið í því samstarfi.

Úr því sem komið var held ég að þetta hafi einmitt verið skásti kosturinn í stöðunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er eflaust rétt hjá þér Þóra. Eins og staðan er. Það verður að breyta þessum lögum og möguleikinn fyrir að kjósa aftur verður að koma. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í framhaldinu, núna þarf jú að skifta í öllum nefndum, eina ferðina enn.

Þó mér finnist Hann Birna hrokafull og ekki kona að mínu skapi, þá bíð ég og vona að allt verði betra en það var.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.8.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nú er ég ekki sammála þér Guðrún Þóra. Þið Reykvíkingar væruð þá að kjósa nokkrum sinnum á kjörtímabilinu miðað við úthald fulltrúa þeirra sem kosnir hafa verið til valda síðast. Það kostar enga smápeninga bæði borgina og einstaklinga sem gefa kost á sér. Held að það sé betra að pína þetta fólk til að ná saman þó það skiptist á skin og skúrir.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.8.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þurfum ekki alltaf að vera sammála Kolbrun. Þetta leikrit hefði ekki endurtekið sig að mínu mati í borginni ef efna hefði þurft til kosninga.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.8.2008 kl. 11:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Marsibil sýnir einmitt þá ábyrgð sem henni ber.

Það er meginskylda hvers stjórnmálamanns að fylgja sannfæringu sinni.

Einfalt mál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Guðrún . Það er rétt að við þurfum ekkert að vera sammála og vel kann að vera að þessi staða væri ekki uppi ef kosið hefði verið aftur en hver veit hvaða staða það hefði þá verið og hverjir væru að semja núna fram og til baka.Jenný. Meginskylda þeirra sem eru kosnir til að stýra sveitarfélagi er að mínu viti, að sjá til þess að viðkomandi sveitarfélag sé vel rekið og að þeir standi við þau fyrirheit sem þeir gáfu kjósendum sínum eins vel og kostur er. Ef viðkomandi telur að það sé best gert með að sitja hjá þá er hann í pattstöðu og virkar ekki. Umrædd kona hefur e.t.v. viljað hafa óbreytta stöðu í Reykjavík, ekki veit ég það, en hún er ekki með yfirlýsingar um skemmdarverk ef hún verður kölluð inn eins og aðrir hafa gert og vinnur þá ekki á móti sínum samherja. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Hanna Birna. Ég tala um höfuðborgina sem sveitarfélag af því ég er að leggja út frá skyldum allra sveitarstjórnarmanna hvar sem er á landinu.  Sömu sveitarstjórnarlög eru í Reykjavík eins og annarsstaðar þó það sé stærsta sveitarfélag landsins. Ef borgin hefur einhver önnur lög yfir sér en aðrir er mér ókunnugt um það. Bara til að árétta það þá er það ekki niðrandi að tala um sveitarfélag að mínu áliti , ekki einu sinni þó um höfuðborg sé að ræða. Kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband