Nýja sjúkrahúsið

Nú hefur verið ákveðið að láta til skarar skríða og byggja almennilegt sjúkrahús. Það er auðvitað löngu tímabært en ekki líst mér á líkanið og þaðan af síður staðsetninguna.

Ég hefði viljað sjá spítalann rísa á öðrum stað eins og til dæmis í Fossvogi eða hjá Vífilstöðum sem hefði sennilega verið besta staðsetningin.

Þetta líkan minnir óþægilega á byggingastíl sjöunda áratugarins, eitthvert amerískt skrímsli. Ég hef líka heyrt marga segja að betra hefði verið að byggja hærra upp heldur en að dreifa húsunum útum allar jarðir.

Ég er líka hálf hrædd um að mönnum takist að klúðra hlutunum. Byggingarkostnaðurinn á auðvitað eftir að fara ævintýralega fram úr áætlun eins og alltaf þegar um opinberar framkvæmdir er að ræða.

Því þrátt fyrir að menn séu alltaf að þykjast að vera að læra af mistökunum sem þeir gera þá læra þeir bara andsk....  ekki neitt.

Það kæmi mér ekkert sérstaklega á óvart þó svo að það gleymdist að gera ráð fyrir sjálfsögðum hlutum eins og býtibúrum og ýmsu smálegu. Gleymdist ekki að gera ráð fyrir fötluðum í dýrustu ferju í heimi ?

Ég man líka eftir kirkju þar sem gleymdist að hafa skrúðhús.

Ég ætla samt að vona að þetta gangi upp og við fáum sjúkrahús við hæfi. Sjúklingar og aðstandendur þeirra eiga að mínu mati heimtingu á almennilegum spítala svo ekki sé nú talað um starfsfólkið sem myndi eflaust þiggja betri vinnuaðstöðu. Þá er bara að vona líka að það takist að manna svona stóran vinnustað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hæ Þóra, ég er sammála færslunni þinni.

Ég er búin að vera tæpa viku á blogginu, þetta er bara gaman. 

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæra Þóra,

kvíð getur oft verið vandamál en örvæntu ekki. Þetta verður BESTA sjúkrahús í heimi.

Ég hef aldrei verið að velta mikið fyrir mér staðsetningunni og tók snemma þann pól í hæðina að sennilega hefðu einhverjir aðrir meira vit á slíkum hlutum en ég. Við verðum bara að treysta þessum reiknimeisturum að þeir hafi reiknað rétt. Þar að auki er búið að fara yfir staðsetninguna í tveim mismunandi nefndum og sama niðurstaðan í bæði skiptin.

Þegar kemur að blessuðu módelinu þá er fyrst til að taka að þetta vinnuplagg. Það á eftir að hanna útlitið, því verður lokið í haust. Í sambandi við himnastigakenninguna þá er ég búinn að skoða fjöldann allan af sjúkrahúsum á netinu sem eru í byggingu eða nýlokið við. Bæði á Bandaríkjunum og Evrópu er útlitið mjög líkt okkar húsi. Því erum við í takt við það sem er að gerast í öðrum löndum þessa dagana. 

Í dag vitum við ekki byggingakostnaðurinn, en þúsund manna spítali í Englandi kostar 50 milljarða.

Þegar menn fara að heyra tölur um kostnað er mikilvægt að hafa vissa hluti í huga. Allur vinstri hluti líkansins er ekki sjúkrahús. Þar flytur inn rannsóknarstofan á Keldum. Einnig mun læknadeild og hjúkrunarfræðingadeild Háskóla Íslands flytja inn. Keldur eru núna í gömlu húsnæði sem þarf að endurnýja. Læknaskólinn gamli sameinaðist Háskóla Íslands við stofnun hans 1911 og varð læknadeild. Læknadeild hefur aldrei átt sitt eigið húsnæði síðan 1911, verið á vergangi og lengst af í einhverjum sloppvasanum upp á Landspítala.

Landspítalinn í dag er rekinn á meir en 25 stöðum í bænum í dag. Miðaða við það er sú bygging sem er að rísa lítil. Þegar öll starfsemi er kominn í eitt hús auk annarra þátta mun rekstrarkostnaður spítalans lækka um 10% á ári, a.m.k. Það segir okkur að í raun skiptir engu máli hvað það kostar að reisa spítalann, hann borgar sig alltaf upp sjálfur 

Farðu inn á heimasíðu nýja sjúkrahússins og þar getur þú grandskoðað teikningarnar og séð til að ekkert gleymist.

Amen. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.3.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Takk fyrir kommentin strákar.

Gunnar, ég ætla að reyna að slaka á og kvíða engu, verður líka gert ráð fyrir kvíðasjúklingunum ?

Ég ætla líka rétt að vona að menn verði búnir að læra að það þarf að halda byggingum við, líka nýjum og fínum. Þeir hafa ekki enn lært það og þess eru sorgleg dæmi þar sem hús eru látin grotna niður.

Þóra Guðmundsdóttir, 2.3.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband