Guði sé lof,
Mánudagur, 2. júní 2008
Hvort eiga nú smiðirnir sem eru nýbúnir að missa vinnuna sína eða eru við það að fá uppsagnarbréf, að þakka Guði fyrir skjálftann eða eiga Sunnlendingar eigi að þakka Guði fyrir samdráttinn á byggingamarkaðnum sem gerir það að verkum að smiðir eru á lausu ?
Allavega er það alveg klárt að þessi skjálfti kom eins og eftir pöntun ef hann hefur á annað borð þurft að koma.
![]() |
Snarpur kippur á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Málið er í rauninni sáraeinfalt.
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Hvað er svona flókið við þessi eftirlaunalög ? Þau hefði í það fyrsta aldrei átt að verða til en fyrst menn (það var víst engin kona formaður þá) létu hafa sig út í að samþykkja þennan ósóma þá eiga þeir að sjá sóma sinn í því að fella lögin úr gildi.
Á meðan málið velkist á milli formanna flokkanna þá fjölgar þeim sem eignast rétt til að fá greitt eftir þeim, fleiri mynda eignarétt og útkoman er ; meiri útgjöld fyrir okkur.
Það er ekkert sem réttlætir að þingmenn búi við önnur og betri lífeyriskjör en aðrir ríkisstarfsmenn. Mér skilst reyndar að ríkisstarfsmenn sitji ekki allir við sama borð hvað varðar lífeyrisréttindi en það ætti þá frekar að jafna það heldur en að búa til einn einn flokkinn.
Þingmenn eru jú bara ríkisstarfsmenn.
Því hefur verið borið við að fólk sem alla sína starfsæfi hefur verið á þingi geti lent í svo miklum vandræðum með að fá sér nýja vinnu ef það svo dytti út af þingi og þess vegna verði það að njóta sérkjara.
Það var þá, segi ég nú bara.
Í fyrsta lagi þá er það hvorki þjóðinni né þingmanni hollt, að eyða allri sinni starfsæfi á þingi,
í öðru lagi þá ætti sá sem hvergi getur fengið vinnu annars staðar EKKI að vera á þingi og
í þriðja lagi, þá er það bara þannig með "venjulegt" fólk sem missir vinnuna þegar það er rúmlega fertugt svo ekki sé talað um fólk sem komið er yfir fimmtugt, að það á frekar erfitt með að fá vinnu. Þeir sem hafa verið í eigin rekstri segja að það sé nánast útilokað fyrir það að fá vinnu.
Velkomin til jarðar.
![]() |
Fagnar endurskoðun eftirlaunalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru ALLIR velkomnir til Íslands ?
Sunnudagur, 25. maí 2008
Þeir sem vilja vera góðir, hugsa fallega og breyta rétt segja að allir séu velkomnir til Íslands. Þeir bæta ekki einu sinni við "á meðan húsrúm leyfir" eins og var svo oft tekið fram í auglýsingum hér í gamla daga þegar um mannfagnaði var að ræða.
Þeir sem vilja vera góðir segja að við eigum ekki að fara í manngreiningarálit, allir séu jafnir og þess vegna eigum við að taka á móti ÖLLUM sem vilja koma.
En meinar fólk þetta í alvörunni? Ég held ekki.
Úti í hinum stóra heimi er nefnilega líka vont fólk, fólk sem leggur sig í framkróka við að vera vont við annað fólk. Það vílar ekki fyrir sér að drepa annað fólk, nágranna sína, konur og börn og pynta það á alla kanta.
Viljum við fá það fólk ? er það líka velkomið. Ég held ekki.
Við gerum upp á milli manna alla daga. Jón og séra Jón fá ekki sömu meðferð í dag frekar en fyrr á árum og skiptir þá engu hvort um er að ræða Íslending eða útlending. Gott dæmi um það er Bobby Fisher. Íþróttamenn hafa líka ansi oft fengið flýtimeðferð þegar kemur að ríkisborgararétti því það kemur sér svo vel fyrir okkur að fá góða menn í liðið.
Þeir sem hafa hæst um að við ættum að taka á móti öllum eru ekki að mælast til þess að við tökum á móti þeim sem eru í mestri þörf fyrir aðstoð, fátækasta fólkinu, þeim sem eru alvarlega sjúkir eða fatlaðir. Ónei það fólk sem kemur hingað til okkar er alveg sérvalið, stundum er einn og einn alvarlega veikur hafður með svona eins og til að friða samviskuna.
Í heiminum öllum búa rúmlega sex milljarðar manna þar af þjáist að minnsta kosti um það bil einn milljarður af hungri.
Víða í heiminum eru endalausir bardagar og stríð sem virðast engan endi ætla að taka, þar við bætast náttúruhamfarir af öllu tagi. Það er ekki séns að við getum bjargað öllum en auðvitað getum við bjargað sumum og fyrir þá er það allt sem máli skiptir.
Þess vegna þurfum við að vanda okkur sérstaklega, við þurfum líka að leggja okkur meira fram við að hjálpa fátæku og hrjáðu fólki sem er hér heima hjá okkur, fólki sem hefur farið halloka af ýmsum ástæðum. Það fólk á líka sinn rétt.
Því þó svo það hafi fæðst í landi alsnægtanna þá er ekki þar með sagt að það njóti þeirra líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sérkennileg niðurstaða.
Föstudagur, 23. maí 2008
Danskt greiningarfyrirtæki virðist komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki alltaf til bóta að hafa konu sem leiðtoga í fyrirtækjum.
Samt segir í þessari niðurstöðu að hluti skýringarinnar gæti verið sá að karlar stykkju frá borði þegar tap yrði á rekstri eins og könnun innan tölvugeirans hefur leitt í ljós.
" Þá skapist rými fyrir konurnar í stjórnum fyrirtækjanna. Karlarnir snúi hins vegar aftur þegar reksturinn er kominn á réttan kjöl og tími kominn til að færa út kvíarnar."
Bíddu nú við, hvernig nýta konurnar þetta "rými" ? kemst reksturinn á réttan kjöl af sjálfum sér ?
![]() |
Konur ekki alltaf kostur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Klukkuna vantar tíu mínútur í eitt að nóttu og enn eru tíu þingmenn á mælendaskrá.
Föstudagur, 23. maí 2008
Ég er að horfa á umræður á Alþingi okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að hver þingmaðurinn á fætur öðrum mótmæli því að þingfundi sé haldið áfram um jafn mikilvægt mál og grunnskólalögin heldur forseti þingsins sínu striki.
Þrátt fyrir að athugasemdum og spurningum rigni yfir forseta þingsins þá kýs hann að svara ekki, það eina sem hann hefur til málanna að leggja er að biðja þingmenn um að virða tímamörk.
Þvílíkt virðingarleysi við þingmenn og aðra landsmenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heilsuleysi unga fólksins.
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Ég las í einhverju blaði í dag að það væri áberandi hvað ungt fólk væri oftar frá vinnu vegna veikinda en eldra fólk.
Sumir halda því meira að segja fram að það sé vegna þess að yngra fólk væri ekki jafn samviskusamt og tæki sér því "sína veikindadaga".
Ég er ekki viss um að svo sé það getur vel verið að svo sé í einhverjum tilfellum.
Ég man það bara að þegar ég var ung, þá náði ég mér í nánast allar þær pestir sem gengu í það og það skiptið það var alveg ferlegt.
En svo þegar ég var 24 ára hætti ég nánast að vera veik, eða þannig. Kannski hafði það eitthvað með það að gera að þá eignaðist ég barn en eins og allir vita þá geta mömmur með lítil börn ekki verið veikar eða bara ég var þá loksins komin með þokkalegt ónæmiskerfi.
Síðan þá (eru liðin ótrúlega mörg ár) hafa liðið ca. 4-5 ár á milli pesta hjá mér(7,9,13) svo fæ ég jú einstaka kvef og særindi í háls, en það tel ég ekki með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hanna Birna veit ekki í hvaða flokki borgarstjórinn er.
Sunnudagur, 18. maí 2008
Skondið að heyra í Hönnu Birnu í Mannamáli á stöð 2.
Þar sagði hún " Ólafur er ekki að fara að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og ég er ekki að fara að ganga í Frjálslyndaflokkinn" Hönnu Birnu og fleirum til upplýsingar þá er Ólafur F. ekki í Frjálslyndaflokknum og er örugglega ekki á leiðinni í hann.
Mætti ég samt miklu frekar biðja um að hún kæmi í flokkinn en Ólafur. Það er miklu meira spunnið í hana.
Hún talaði líka um frábært samstarf í borgarstjórninni. Þar væri flottur hópur fólks sem ætti það sameiginlegt að vilja vinna borginni sinni vel. Staðreyndin er hins vegar sú að það eina sem það fólk virðist eiga sameiginlegt er að vilja maka krókinn og skara eld að eigin köku. Hvergi í hinum opinbera geira ber fólk jafn mikið úr bítum og í pólitíkinni í Reykjavíkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afleitt silfur
Sunnudagur, 18. maí 2008
Mér fannst Egill Helgason standa sig afleitlega í dag.
Í stað þess að ræða Akranesmálið af yfirvegun og skynsemi gaf hann skotleyfi á Magnús Þór og tók sjálfur þátt í því.
Hann hefði átt að stýra málefnalegum umræðum og gefa Magnúsi færi á að skýra mál sitt en ónei hann kaus að klúðra þættinum.
Þessi þáttur var Agli til háborinnar skammar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúleg hækkun, pizzuostur upp um 32% og poppmais um 86%
Laugardagur, 17. maí 2008
Ég reyni að fylgjast vel með matvöruverði og alveg sérstaklega undanfarið. Fyrir mig er það ekkert óskaplega erfitt því ég kaupi svo mikið það sama og að mestu leiti í sömu verslunum.
Eitt af því sem ég kaupi reglulega er rifinn pizzuostur frá Osta & Smjörsölunni 200 gr. pakkningu.
Í apríl kostaði pokinn 169 kr. en í gær 223 kr. hækkun 32%
á sama tíma fór mjólkin úr 73 kr. í 84 hækkun 15%
Poppmaís kaupi ég líka reglulega og í apríl kostaði 907 gr. poki 69 kr. en í dag 129 kr. þ.e. hækkun 86% maísinn kemur frá Bandaríkjunum og þar sem dollarinn hefur ekki hækkað hlutfallslega jafn mikið og evra þá er þessi hækkun algjörlega útúr korti.
Hjól, hjól og hjól.
Föstudagur, 16. maí 2008
Ég vil fá að nota lítið vélknúið hjól á þar til gerðum stígum án þess að þurfa að borga stórfé í tryggingar. Ég get ómögulega séð einhvern grundvallarmun á vélknúinni vespu sem er ekið af t.d. miðaldra húsmóður eða reiðhjóli.
Mér reiknast svo til að iðgjald vegna Vespu sé það sama og af litlum bíl. Rök tryggingafélaganna eru þau að slysatíðnin sé svo há og iðgjaldið sé fyrst og fremst vegna tryggingar ökumanns. Við vitum að slysatíðni bifhjólum er há en ég efast samt um að hún réttlæti þetta háa iðgjald. Það er líka vitað að tryggingafélögin safna í feita sjóði sem þeir kalla bótasjóði.
Ég trúi því líka að nú þegar "venjulegu" fólki sem notar svona tæki þá lækki slysatíðnin hlutfallslega vegna þess að samsetning hópsins breytist úr því að vera aðallega "ævintýrafólk" í "venjulegt".
Vanur hjólreiðamaður getur náð ofsahraða sem á ekkert erindi á göngustíga. Ég þekki ágætlega til á göngu- og hjólastígnum sem liggur eftir Fossvogsdalnum og þar er mikil umferð af allskonar fólki. Fólki með lítil börn á þríhjóli, fólki í hjólastólum, línuskautaliði og fólki með hunda í bandi. Allt í einu kemur einhver á hjóli, tilbúinn í Tour de France, stórhættulegur.
Það er alveg rétt að það er mikill munur á litlu barni á reiðhjóli og svo vespu, en það er líka mikill munur á litla barninu og stærra barni eða fullorðnum á reiðhjóli. Svo eru komin reiðhjól með mótor sem fá að vera á stígum og eru ekki skráningarskyld, hver er munurinn á því ? Þess vegna tel ég mikilvægt að aðskilja alla hjólandi umferð frá hinni gangandi.
Það á klárlega eftir að fjölga í hópi hinna hjólandi í borginni á næstunni, það er að segja ef bensínverðið lækkar ekki aftur.
Sumir segja að það sé svo rosalega dýrt að leggja hjólastíga, ég held að það væri mun ódýrara fyrir alla að leggja áherslu á það því þá gætum við frestað mörgum risaframkvæmdum á borð við mislæg gatnamót, um nokkur ár.
Svo ávinnst líka annað með bættri hjólamenningu, en það er bætt heilsa og huggulegra holdafar .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ótrúlega krúttlegt.
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Þó svo að Íslendingar séu ekki fleiri en raun ber vitni og heimurinn sé stór þá skal einhver Íslendingur alltaf vera í næsta nágrenni þegar stórir atburðir eiga sér stað.
Hvort heldur það er flugeldaverksmiðja sem springur í loft upp í Hollandi eða jörðin hristist í Kína er alltaf hægt að tala við "Íslendinginn á staðnum".
Það er hins vegar ekkert krúttlegt við þessa atburði síður en svo. Þetta er alveg ótrúlegur hryllingur. Mannfall hleypur á tugum þúsunda svo ekki sé talað um þá sem komast af við illan leik, slasaðir og heimilislausir.

![]() |
„Svo var öskrað út, út!“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaupum Íslenskt.
Laugardagur, 10. maí 2008
Alveg síðan átakið var gert hérna um árið uppúr 1970, til styrktar Íslenskum iðnaði, hef ég keypt Íslenskt þegar ég hef getað.
Jafnvel þegar það Íslenska hefur verið dýrara (langoftast þannig) hef ég látið mig hafa það, hugsað bara að við verðum að efla atvinnu í landinu því það kemur okkur öllum til góða.
Þegar um matvöru hefur verið að ræða hef ég nánast undantekningalaust valið Íslenskt því í ofanálag kolféll ég fyrir þeim áróðri frá Bændasamtökunum um að útlendur matur gæti verið varasamur.
Í seinni tíð hefur enn ein ástæða bæst við, en hún varðar umhverfissjónarmið. Það er nefnilega mun umhverfisvænna að kaupa vörur sem eru framleiddar í næsta nágrenni heldur en þær sem fluttar eru langan veg.
Núna nýlega áttaði ég mig á því að ég hef látið blekkja mig illilega. Þegar betur er að gáð eru margar þær vörur sem ég hef talið vera Íslenskar, framleiddar í útlöndum.
Tökum sem dæmi Ora túnfisk. Hann er dýrari en útlendur en samt er hann framleiddur í Asíu fyrir Ora. Ég vissi auðvitað alltaf að túnfiskur væri ekki veiddur hér við land en ég hélt þó að hann væri niðursoðinn hér, en svo er ekki. Ég þori ekki að fullyrða hversu margar vörutegundir eru framleiddar erlendis undir Íslenskum merkjum en þær eru allmargar, meira að segja Ora grænar baunir og gulrætur eru unnar erlendis.
Ömmu pizzur eru til dæmis framleiddar á Ítalíu, það er tekið fram á kassanum en það sést ekkert sérlega vel því það er prentað pínulitlum svörtum stöfum á dökkgrænan flöt.
Svo eru það aðrar vörur eins og fatnaður. Hann er oftar en ekki framleiddur í Asíu eða Eystrasaltslöndunum en er samt kallaður Íslenskur bara af því að hönnunin er Íslensk. Fatnaður frá 66° norður hefur verið talinn Íslensk framleiðsla en hún er öll unnin í Lettlandi eða bara þar sem ódýrt vinnuafl er að finna. Samt er þessi vara mun dýrari en önnur vara unnin á sama stað.
Við neytendur virðumst ekki fá að njóta hagkvæmninnar sem fæst með því að varan er unnin ódýrt, ónei við skulum sko fá að borga af því að merkið er Íslenskt.
Ég veit ekki hvað þetta hefur staðið lengi því undanfarin ár hefur sjónin daprast vegna aldurs og þessir stafir eru svo hræðilega litlir.
Ég er hrædd um að ég verði að hugsa mínar kaupvenjur uppá nýtt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Útvarp saga.
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Þættir Arnþrúðar Karlsdóttur eru oft ákaflega athyglisverðir svo ekki sé meira sagt. Í gær 5.maí, byrjaði hún þátt sinn á því að býsnast út og suður yfir fréttaflutningi helgarinnar. Þar hafði verið sagt frá ásökunum á hendur prests á Selfossi.
Ég get alveg tekið undir með henni, þar var fjallað óvarlega um málið, heldur glannaleg framsetning sérstaklega þegar haft er í huga að það er á byrjunarstigi. En hún gat ekki látið þar við sitja. Í rauninni bætti hún um betur og var engu skárri en þeir sem hún var að gagnrýna. Hún tók bara annan pól í hæðina.
Eftir að hafa talað fram og aftur um hvað svona mál væru nú viðkvæm og það þyrfti að fara svo varlega í svona fréttaflutningi, fór hún að tala um að sennilega væru þessar unglingstúlkur bara að bulla.
Þar á eftir hnýtti hún í Barnahús, sagði að þar væri fólk sem kynni ekkert til verka, það væri nú nær að láta lögregluna um að yfirheyra stúlkurnar. Svo kom undarleg athugasemd um að ekki væru veggjakrotarar færðir til yfirheyrslu í Barnahúsi, heldur væru þeir yfirheyrðir af lögreglu. En ekki hvað segi ég nú bara. Er hægt að bera saman grunaða gerendur í skemmdarvekum og meint fórnarlömb kynferðislegs áreitis ?
Svo vitnaði hún í það sem stóð í DV um helgina, þar var haft eftir prestinum að hann væri bara svo sérlega hlýr maður sem hefði það fyrir sið að faðma sóknarbörnin sín. Það væri nú aldeilis ljótur heimur ef prestar mættu ekki faðma sóknarbörnin sín.
Arnþrúður sem er eldri en tvævetur og hefur faðmað fleiri en einn og fleiri en tvo karla, skyldi ég ætla, ætti að vita að faðmlag er ekki alltaf það sama og faðmlag. Faðmlög geta verið af ýmsum toga sem og önnur snerting nú eða koss. Kossar eru líka af ýmsu tagi, það ætti hún sem fullorðin og lífsreynd kona að vita.
Við vitum líka að til er fólk sem oftúlkar alla hluti og gæti þess vegna séð kynferðislega áreitni þar sem hún er alls ekki.
Lögreglan hefur oftar en einu sinni klúðrað rannsókn kynferðisafbrotamála, sérstaklega gegn börnum, vegna þess að þeir kunna ekki til verka á því sviði
Þetta gerir svona mál einmitt svo flókin og viðkvæm og ætti auðvitað ekki að fjalla um þau í fjölmiðlum og sérstaklega ekki á frumstigi.
Mér finnst fjölmiðlafólk bera mikla ábyrgð og við hljótum að gera kröfu að það fjalli um mál af fagmennsku og nærgætni þegar það á við. Ekkert síður þegar stöðvar eru einkareknar. Mér þótti hún geta sagt ótrúlega margt um mál sem hún sagðist svo ekkert vita um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað voru þetta mörg tonn ?
Mánudagur, 5. maí 2008
Alltaf skulu fréttamenn tala um hugsanlegt söluverðmæti efnanna. Það væri nær að segja hversu mikið magn þetta var og hvað þetta væri líklegt til að eyðileggja marga einstaklinga svo ekki sé talað um fjölskyldur.
Stundum er eins og fréttamenn séu að benda mönnum á hvað hægt væri að græða mikið á svona viðskiptum.
![]() |
Náðu kókaíni að verðmæti 2 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvort er hann misskilinn listamaður eða bara rugludallur ?
Laugardagur, 3. maí 2008
![]() |
Kvartað til lögreglu yfir bænakalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)