Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Matur sem hóstar.

Krúttlegur grís Í allnokkurn tíma hef ég haft efasemdir um réttmæti þess að borða kjöt. Svo þegar segir frá því að svínin hósti og séu með hita þá verð ég að segja að þó svínakjöt sé gott þá er ég alvarlega að hugsa um að hætta að borða kjöt.
mbl.is Grunur um að svín séu sýkt af svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég væri rík(ur)

Þá myndi ég sko vilja borga háa skatta. Ég minnist Tolla í Síld og Fisk alltaf með hlýhug. Hann var hreikinn af því að vera skattakongur Íslands, sagði að það væri bara merki um að honum gengi vel.

Bertur væri að fleir hugsuðu á þann veg. Nú virðast flestir reyna að komast hjá því að greiða skatta, alla skatta. Þeim virðist ekki nóg að vera auðugir, þeir vilja vera vellauðugir.


mbl.is Þýskir auðmenn til bjargar - hærri skatta takk!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skora á lækna að slaka á launakröfum.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þarf að skera hressilega niður í fjárveitingum til heilbrigðismála. Eflaust er það vilji okkar flestra að hlífa þeim sem lægst hafa launin svo ekki sé nú talað um sjúklingana sjálfa. Það er beinlínis óhuggulegt að hugsa til þess hvaða áhrif harkalegur niðurskurður getur haft á þjónustu við sjúklinga.

Það er ljóst að til þess að geta lifað slíkan niðurskurð af þá verður að taka hressilega til í launamálum lækna og stjórnenda. 


mbl.is Læknar hafa áhyggjur af niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsar Útvarp Saga niðurstöður í eigin könnunum?

 

 Tekið af vef Útvarps Sögu kl. 11.45.

Skoðanakönnun

Thanks for your vote!
  • Ert þú sammála aðgerðum biskups gegn séra Gunnari Björnssyni?
  • nei - 38%
  • Já - 58%
  • Hlutlaus - 4%
 
Þetta blasti við þeim sem tóku þátt í skoðanakönnun á Útvarpi  Sögu í gærkvöldi og svo aftur þegar klukkuna vantaði 15 mínútur í tólf. Þegar útvarpsmaðurinn las niðurstöðurnar rétt fyrir kl. 12 var allt annað uppi á teningnum. Þá voru þeir sem voru sammála aðgerðum biskups komnir niður í 30% en óssammála 70%. Er  nema von að maður spyrji?
Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hlustað hefur á stöðina að stjórnendur hennar eru á bandi sr. Gunnars. Hvers vegna er ekki gott að segja.
Mér er það alveg óskiljanlegt að fólk geti lagt blessun sína yfir það háttarlag sem sérann sýndi af sér, það er að leita sjálfum sér huggunar með því að strjúka og kyssa fermingarstelpur. Því þrátt fyrir sýknudóm fyrir Hæstarétti þá er sú hegðun óumdeild.

Ég á ekki orð.

Eiga Bónusfeðgar svona rooosalega góða vini í Samfylkingunni. Það er ekki í lagi að þessir menn fái að halda áfram í það endalausa.
mbl.is Endurfjármögnun Haga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt í alla staði.

Gunnar sagði sjálfur að hann hafi sótt sér styrk með því að gerast nærgöngull við stelpurnar og slíkt er einfaldlega ekki við hæfi.

Nú færi best á því að hann sjálfur sjái að nú er mál að linni og dragi sig í hlé.


mbl.is Hörð gagnrýni á biskupinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur hann beðist afsökunnar?

Vissulega var sr. Gunnar sýknaður af dómsstólum. Það lék hins vegar enginn vafi á því að hann strauk og kyssti fermingarstelpur ásamt því að hvísla í eyra þeirra.

Þetta sagðist hann hafa gert til að "sækja sér styrk eftir erfiða jarðarför".

Stúlkunum var greinilega misboðið, annars hefðu þær ekki kært.

Það er mín skoðun að ef fullorðinn maður getur ekki sinnt starfi sínu án þess að "sækja sér styrk" með þessum hætti til barna, þá á hann að finna sér eitthvað annað að gera. Sérstaklega ef hann sér ekkert athugavert við þetta hátterni.


mbl.is Prestur boðar borgarafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum kröfu um sannleikann.

Megin þorri stjórnmálamanna hefur komið því svo fyrir að við vitum aldrei sannleikann í málinu. Ef menn eru ekki beinlínis að skrökva þá segja þeir ekki allan sannleikann. 

Það er kominn tími til að við fáum að heyra allan sannleikann og ekkert nema sannleikann.


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband