Sérkennileg niðurstaða.

Danskt greiningarfyrirtæki virðist komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki alltaf til bóta að hafa konu sem leiðtoga í fyrirtækjum.

Samt segir í þessari niðurstöðu að hluti skýringarinnar gæti verið sá að karlar stykkju frá borði þegar tap yrði á rekstri eins og könnun innan tölvugeirans hefur leitt í ljós.

" Þá skapist rými fyrir konurnar í stjórnum fyrirtækjanna. Karlarnir snúi hins vegar aftur þegar reksturinn er kominn á réttan kjöl og tími kominn til að færa út kvíarnar."

Bíddu nú við, hvernig nýta konurnar þetta "rými" ? kemst reksturinn á réttan kjöl af sjálfum sér ? 

 

 

  

 


mbl.is Konur ekki alltaf kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég sá þessa fyrirsögn þá hreyfði hún ekkert við mér. Það er vegna þess að hún er ekki alhæfing. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að fullyrða að konur séu alltaf betri í einhverju en karlmenn, rétt eins og að fullyrða að karlmenn séu alltaf betri í einhverju en konur. Fréttin er nánast innihaldslaus. Fyrir utan þetta með tölvugeirann þá er ekkert þarna sem hvaða meðalgreind manneskja vissi ekki fyrir, ekkert sjokk og ekkert hneyksli.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 09:09

2 Smámynd: Anna Lilja

Það sem er sjokk, Þorgeir Ragnarson, er að þetta er ekki frétt, hún er ekki um neitt og fyrirsögnin segir ekkert um innihaldið.

Þetta er án efa eitt það samhengislausasta sem ég hef lesið.  

Anna Lilja, 23.5.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband