Hjól, hjól og hjól.

Ég vil fá að nota lítið vélknúið hjól á þar til gerðum stígum án þess að þurfa að borga stórfé í tryggingar. Ég get ómögulega séð einhvern grundvallarmun á vélknúinni vespu sem er ekið af t.d. miðaldra húsmóður eða reiðhjóli.

Mér reiknast svo til að iðgjald vegna Vespu sé það sama og af litlum bíl. Rök tryggingafélaganna eru þau að slysatíðnin sé svo há og iðgjaldið sé fyrst og fremst vegna tryggingar ökumanns. Við vitum að slysatíðni bifhjólum er há en ég efast samt um að hún réttlæti þetta háa iðgjald. Það er líka vitað að tryggingafélögin safna í feita sjóði sem þeir kalla bótasjóði.

Ég trúi því líka að nú þegar "venjulegu" fólki sem notar svona tæki þá lækki slysatíðnin hlutfallslega vegna þess að samsetning hópsins breytist úr því að vera aðallega "ævintýrafólk" í "venjulegt". 


Vanur hjólreiðamaður getur náð ofsahraða sem á ekkert erindi á göngustíga. Ég þekki ágætlega til á göngu- og hjólastígnum sem liggur eftir Fossvogsdalnum og þar er mikil umferð af allskonar fólki. Fólki með lítil börn á þríhjóli, fólki í hjólastólum, línuskautaliði og fólki með hunda í bandi. Allt í einu kemur einhver á hjóli, tilbúinn í Tour de France, stórhættulegur.


Það er alveg rétt að það er mikill munur á litlu barni á reiðhjóli og svo vespu, en það er líka mikill munur á litla barninu og stærra barni eða fullorðnum á reiðhjóli. Svo eru komin reiðhjól með mótor sem fá að  vera á stígum og eru ekki skráningarskyld, hver er munurinn á því ? Þess vegna tel ég mikilvægt að aðskilja alla hjólandi umferð frá hinni gangandi.


Það á klárlega eftir að fjölga í hópi hinna  hjólandi í borginni á næstunni, það er að segja ef bensínverðið lækkar ekki aftur.


Sumir segja að það sé svo rosalega dýrt að leggja hjólastíga, ég held að það væri mun ódýrara fyrir alla að leggja áherslu á það því þá gætum við frestað mörgum risaframkvæmdum á borð við mislæg gatnamót, um nokkur ár.

Svo ávinnst líka annað með bættri hjólamenningu, en það er bætt heilsa og huggulegra holdafar Smile .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er farin út að hjóla!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.5.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband