Málið er í rauninni sáraeinfalt.

Hvað er svona flókið við þessi eftirlaunalög ? Þau hefði í það fyrsta aldrei átt að verða til en fyrst menn (það var víst engin kona formaður þá)  létu hafa sig út í að samþykkja þennan ósóma þá eiga þeir að sjá sóma sinn í því að fella lögin úr gildi.

Á meðan málið velkist á milli formanna flokkanna þá fjölgar þeim sem eignast rétt til að fá greitt eftir þeim, fleiri mynda eignarétt og útkoman er ; meiri útgjöld fyrir okkur.  

Það er ekkert sem réttlætir að þingmenn búi við önnur og betri lífeyriskjör en aðrir ríkisstarfsmenn. Mér skilst reyndar að ríkisstarfsmenn sitji ekki allir við sama borð hvað varðar lífeyrisréttindi en það ætti þá frekar að jafna það heldur en að búa til einn einn flokkinn.

Þingmenn eru jú bara ríkisstarfsmenn. 

Því hefur verið borið við að fólk sem alla sína starfsæfi hefur verið á þingi geti lent í svo miklum vandræðum með að fá sér nýja vinnu ef það svo dytti út af þingi og þess vegna verði það að njóta sérkjara.

Það var þá, segi ég nú bara.

Í fyrsta lagi þá er það hvorki þjóðinni né þingmanni hollt, að eyða allri sinni starfsæfi á þingi,

í öðru lagi þá ætti sá sem hvergi getur fengið vinnu annars staðar EKKI að vera á þingi og

í þriðja lagi,  þá er það  bara þannig  með "venjulegt" fólk sem missir vinnuna þegar það er rúmlega fertugt svo ekki sé talað um fólk sem komið er yfir fimmtugt, að það á frekar erfitt með að fá vinnu. Þeir sem hafa verið í eigin rekstri segja að það sé nánast útilokað fyrir það að fá vinnu.

Velkomin til jarðar.


mbl.is Fagnar endurskoðun eftirlaunalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband