Eru ALLIR velkomnir til Íslands ?

Þeir sem vilja vera góðir, hugsa fallega og breyta rétt segja að allir séu velkomnir til Íslands. Þeir bæta ekki einu sinni við "á meðan húsrúm leyfir" eins og var svo oft tekið fram í auglýsingum hér í gamla daga þegar um mannfagnaði var að ræða.

Þeir sem vilja vera góðir segja að við eigum ekki að fara í manngreiningarálit, allir séu jafnir og þess vegna eigum við að taka á móti ÖLLUM sem vilja koma.

En meinar fólk þetta í alvörunni?  Ég held ekki.  

Úti í hinum stóra heimi er nefnilega líka vont fólk, fólk sem leggur sig í framkróka við að vera vont við annað fólk. Það vílar ekki fyrir sér að drepa annað fólk, nágranna sína, konur og börn og pynta það á alla kanta. 

Viljum við fá það fólk ? er það líka velkomið. Ég held ekki.

Við gerum upp á milli manna alla daga. Jón og séra Jón fá ekki sömu meðferð í dag frekar en fyrr á árum og skiptir þá engu hvort um er að ræða Íslending eða útlending. Gott dæmi um það er Bobby Fisher. Íþróttamenn hafa líka ansi oft fengið flýtimeðferð þegar kemur að ríkisborgararétti því það kemur sér svo vel fyrir okkur að fá góða menn í liðið.

Þeir sem hafa hæst um að við ættum að taka á móti öllum eru ekki að mælast til þess að við tökum á móti þeim sem eru í mestri þörf fyrir aðstoð, fátækasta fólkinu, þeim sem eru alvarlega sjúkir eða fatlaðir. Ónei það fólk sem kemur hingað til okkar er alveg sérvalið, stundum er einn og einn alvarlega veikur hafður með svona eins og til að friða samviskuna. 

Í heiminum öllum búa rúmlega sex milljarðar manna þar af þjáist að minnsta kosti um það bil einn milljarður af hungri. 

Víða í heiminum eru endalausir bardagar og stríð sem virðast engan endi ætla að taka, þar við bætast náttúruhamfarir af öllu tagi. Það er ekki séns að við getum bjargað öllum en auðvitað getum við bjargað sumum og fyrir þá er það allt sem máli skiptir.

Þess vegna þurfum við að vanda okkur sérstaklega, við þurfum líka að leggja okkur meira fram við að hjálpa fátæku og hrjáðu fólki sem er hér heima hjá okkur, fólki sem hefur farið halloka af ýmsum ástæðum. Það fólk á líka sinn rétt.

Því  þó svo það hafi fæðst í landi alsnægtanna þá er ekki þar með sagt að það njóti þeirra líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein.

Mikill sannleikur í þessu. 

E.T (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Jón Magnússon

Góð grein og þörf hugvekja.

Jón Magnússon, 25.5.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Halla Rut

Góð grein hjá þér Þóra.

Halla Rut , 29.5.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband