Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ekki of seint.

Ef það er eitthvert vit í að hætta við þá er það ekki enn orðið of seint.

Eftir því sem ég hef heyrt og lesið um málið þá finnst mér ekkert vit í Bakkafjöru.

Í fyrsta lagi þá segja margir sem mark er á takandi, að oftar yrði ófært á milli lands og eyja og ekki síður sú staðreynd þá lengist leiðin um landveg til muna, miðað við að leiðir flestra lægju til Reykjavíkur, og það gæti þýtt fjölgun alvarlega bílslysa.

Að vetrarlagi er hreint ekki fýsilegt að auka umferð um Suðurlandsveg.

Það væri miklu nær að fá öflugri og hraðskreiðari Herjólf og halda áfram að sigla til Þorlákshafnar. 

 

,l_image45dd5d21cf98e

 


mbl.is Of seint segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það til of mikils mælst

Að þingmenn og þó sérstaklega Ráðherrar, leggi það á sig að læra að flytja mál sitt sómasamlega ?

Ég hef af sérstökum ástæðum haft tækifæri til að fylgjast með umræðum á Alþingi síðustu daga og mér finnst alltof margir þingmenn vera heldur daprir ræðumenn.

Sumir standa eins og drumbar í ræðustólnum og muldra svo að það er jafnvel erfitt að heyra hvað þeir segja. Þetta finnst mér ekki sæmandi.

Nú er engrar sérstakrar menntunnar krafist af þeim sem sækjast eftir þingsæti og eðlilegt að þingmenn séu af fjölbreyttu sauðahúsi og með mismunandi bakgrunn.

Það er þó lágmarks krafa okkar sem hlusta á þá, að þeir geti flutt mál sitt þannig að sómi sé að. Hvað þeir svo aftur segja er þeirra mál 

 

,althingiinside

 


Sópa göturnar takk.

Svifryk í Reykjavík fór yfir heilsuverndarmörk í dag. Það er í rauninni ekkert undarlegt miðað við þau óhreinindi sem eru á götum borgarinnar. Sumar göturnar eru þaktar mold og sandi eftir veturinn og í dag blés hressilega svo að allt fór af stað.

Skítið hvað göturnar eru sjaldan hreinsaðar og í ofanálag ganga flutningabílstjórar oft svo illa frá malar- og sandförmum sínum að þeir strá hreinlega farminum á göturnar.

Upp með kústana.

 


mbl.is Svifryk yfir mörkum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfurinn kastar sauðagærunni

Ég rakst á frétt  á fréttavef Vísis þar sem verið er að fjalla um auglýsingar sem miðast að börnum, ég birti smá kafla úr henni en hér má sjá fréttina alla. 

"Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið.

Þá höfum við það, hann hefði allt eins getað sagt : við erum algjörlega siðlaust fólk hundsum lög og reglur og förum okkar fram hvað sem tautar.

Við höfum auðvitað alltaf vitað þetta en samt er athyglisvert að fá þetta bara svona beint framan í sig. fp2603


Verum á verði saman.

Öll barátta byggir á samstöðu, án hennar fáum við litlu áorkað. Það á við í langflestum málum og alveg örugglega í neytendamálum. Ef við erum bara röflandi og tuðandi hvert í sínu horni miðar okkur lítið áfram en ef við stöndum saman þá tekst það.

 Það að koma verðmerkingum í lag er gott dæmi um slíkt mál, ef við öll sem eitt, sýnum kaupmönnum að við sættum okkur ekki við neitt annað en að vörur séu rétt verðmerktar þá munu þeir auðvitað laga það. Ef það eru bara einn og einn leiðindapúki sem kvartar þá verður allt óbreytt. 

Taktu þátt í átakinu með okkur.

 

 


mbl.is Neytendasamtökin með átak í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vertu með.

Þegar maður fer í matvörubúð og kaupir margar vörur er ekki séns að maður geti munað merkt hilluverð nema á fáeinum vörutegundum. Á kassanum kemur svo óþægilega oft í ljós að verðið er hærra en það var inni í búðinni, eftir því sem maður best man.innkaupakarfa

Þá finnst mörgum óþægilegt að fara að kvarta, það tekur tíma og vekur athygli svo kemur í ljós að þetta var ekki rétt hjá manni og þá verður maður eins og bjáni.

Eins vantar alltof oft verðmerkingar. Hvað skyldi það vera stór hluti viðskiptavina sem fettir fingur útí það. Mín tilfinning er sú að allt of fáir finni að því og þess vegna komast kaupmenn upp með að hafa þetta svona.

 

Eftirfarandi tilkynning birtist á heimasíðu Neytendasamtakanna. 

Verðupplýsingar eru mjög mikilvægar og því er alvarlegt ef þær eru rangar eða hreinlega ekki til staðar. Sérstaklega er mikilvægt að verðmerkingar í matvöruverslunum séu góðar. Neytendasamtökin hvetja neytendur til að taka þátt í samstilltu átaki miðvikudaginn 16. apríl á milli 15 og 18.  Markmiðið er að hvetja verslanir til að sinna verðmerkingum betur og sjá til þess að þær séu ávallt réttar og til staðar.

Skylt að verðmerkja

Allar vörur eiga að vera verðmerktar enda er það forsenda þess að neytendur geti tekið meðvitaða ákvörðun við kaup. Því miður er allt of algengt að verðmerkingar vanti eða að verðupplýsingar séu rangar og slíkt er ólíðandi. Í matvöruverslunum getur verð á hillukanti verið annað en verð á kassa og dæmi eru um að tilboðsverð skili sér ekki á kassann. 

Átakið felst í því að virkja sem flesta neytendur því með samtakamætti getum við haft áhrif og gert seljendum ljóst að við sættum okkur ekki við ófullnægjandi, rangar eða jafnvel engar verðupplýsingar

Svona förum við að:

  • Í hvert skipti sem vara er sett í körfuna skrifar þú verðið á lítinn límmiða sem þú límir á vöruna.
  • Ef ekkert verð er sjáanlegt við þá vöru sem þú hyggst kaupa límir þú rauðan límmiða á hillukantinn, Þannig sjá starfsmenn hvar verðmerkingar vantar.
  • Þegar komið er á kassa fylgist þú með að kassaverðið sé það sama og verðið sem þú skráðir niður. Einnig má skoða strimilinn og bera saman við límmiðana þegar búið er að borga.
     

 Fulltrúar Neytendasamtakanna og sjálfboðaliðar verða við nokkrar verslanir með límmiða til taks og leiðbeina öllum sem vilja taka þátt.


Það er bara þannig.

Vegna færslu sem ég setti inn í gær vil ég taka eftirfarandi fram.

Hún var ekki meint gegn neinum sérstökum.

Það er mín skoðun að ef fólk kemst í þrot í sínum málum þá er ekkert eðlilegra né sjálfsagðara en að leita sér hjálpar og skiptir þá engu máli af hvaða toga vandinn er.07042008(005)

Þeir sem hafa lent í vandræðum með áfengi hafa í mörg ár getað fengið hjálp á vegum SÁÁ og víðar og er það bara hið besta mál og engum til minnkunar sem það gerir, síður en svo.

Nú nýverið var farið að bjóða fólki sem á í vanda með holdafar sitt, upp á svokallaðar hjáveituaðgerðir og ég sé heldur ekkert að því, mér finnst það bara gott mál.

,Það er líka staðreynd að Íslendingar hafa átt í basli með efnahagsstjórnina svo lengi sem ég man, sjálf hef ég farið illa út úr þeirri óstjórn.

Lengi var því haldið fram að það væru bara vinstri menn sem klúðruðu fjármálum en atburðir síðustu vikna hafa sýnt okkur að Sjálfstæðismenn, sem gátu látið mig og aðra trúa því að þeir væru þeir einu sem hefðu vit á fjármálum, eru alveg jafn vonlausir í þessum efnum. 

Því tel ég það vera augljóst að við verðum að leita nýrra leiða, PUNKTUR.

Þetta var nú allt og sumt sem ég meinti. 


Það var og.

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

Ekkert dýr má segja neitt ljótt um annað dýr.

Ekkert dýr  má segja nokkuð það sem er óþægilegt eða vont og annað dýr gæti hugsanlega kannski haldið að ætti við sig, þó svo það sé ekki meint þannig.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þessi mynd er ekki af neinum sérstökum ketti.

 

 

 

 


Fullkomið ábyrgðaleysi.

Ég er alveg gáttuð á svona yfirlýsingu. Það er mikill ábyrgðahluti að senda frá sér svona yfirlýsingu þrátt fyrir að menn gæti grunað að svona fari.

Yfilýsing af þessu tagi gæti ein og sér orðið til þess að íbúðaverð hrapaði þó svo ekkert annað kæmi til. 

Huggulegt eða hitt þó heldur að fá svona framan í sig. Þenslan undanfarin ár hefur að stórum hluta verið stjórnvöldum og bönkunum að kenna. Venjulegt fólk hefur furðað sig á ofboðinu og hraðanum á öllum framkvæmdum.

Ég sjálf hélt satt að segja að heimurinn væri við það að farast og allt kapp væri lagt á að hafa byggt sem mest og flottast áður en það gerðist. Það væri agalegt ef það spyrðist út Íslendingar hefðu ekki náð að byggja skrilljón íbúðir áður.

Minnir á Lása kokk sem hreinlega varð að vaska upp áður en dallurinn sökk.

Heilmikið launaskrið átti sér stað á flestum sviðum en síst í byggingariðnaði og alls ekki hjá byggingaverkamönnum.

Nú eru það einmitt þeir sem nutu "góðærisins" hvað síst sem þurfa að taka skellinn. Því er skellt á forsíður flestra blaða að það verði þeir sem missa vinnuna. Þeir sem minnst höfðu fyrir voru líka þeir síðustu til að taka þátt í ofboðinu og allar líkur eru á því að þeir hafi fengið hlutfallslega hæstu lán á sínar íbúðir og þar af leiðandi myndi lækkun íbúðaverðs koma harðast niður á þeim.

Alltaf sama sagan, svo er þeim sagt að herða sultarólarnar.

Ég ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýn, eitt og annað er í pípunum í Íslensku efnahagslífi sem ég trúi að hafi góð áhrif. 

 


mbl.is 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði til ársloka 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöföldun eða 2+1 ?

Kröfur um að tvöfalda sem flesta vegi hefur verið hávær uppá síðkastið. Talað er um að tvöföldun sé eina lausnin allt annað hljóti að vera bráðabirgðalausn og okkur ekki samboðið.

Þessu er ég algjörlega ósammála. Nú er það svo að þó svo að sumir virðist halda að við eigum endalaust af peningum þá er það bara staðreynd að svo er ekki.

Þess vegna hljótum við að þurfa að forgangsraða, það þýðir einfaldlega að við getum ekki gert allt sem við viljum, hvorki í þessum málaflokki né öðrum þar sem við erum bundin af kostnaði.

Það er heldur ekki svo að tvöföldun sé skynsamleg hvar sem er þó svo peningarnir væru til. Í fyrsta lagi tekur það lengri tíma að tvöfalda og svo þarf að vera ákveðinn umferðarþungi til þess að vegurinn nýtist ef hann gerir það ekki þá myndast aftur slysahætta en af öðrum toga.

Í vetur snjóaði meira en oft áður. Á vegi eins og Reykjanesbrautinni hleðst snjór síður upp en víða annarstaðar einfaldlega vegna umferðarinnar. Að ryðja tvöfalda braut er auðvitað tvöföld vinna á við að ryðja einfalda og það er meiri hætta á því að það verði þæfingur á veginum. Þegar vegur er tvöfaldur og umferð ekki nægilega mikil, slitnar vegurinn ójafnt og það útaf fyrir sig getur líka skapað vandamál.

Það er merkilegt að þegar maður hefur nefnt þessa lausn 1+2 á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi þá verða sumir foxillir og spyrja hvort maður vilji ekki bjarga mannslífum.

Jú það er einmitt það sem ég vil, ég vil meira að segja bjarga fleiri mannslífum því ef við nýttum þessa leið 2+1 víðar þá gætum við bæði lagt fleiri slíkar brautir og það tæki styttri tíma og það er hreint ekki svo lítils virði.

Svíar hafa notast við 2+1 í áratugi með góðum árangri og það kom líka í ljós þegar byrjað var á Reykjanesbrautinni, þá var hún í raun 2+1 á köflum til að byrja með og það gerði helling, þá fækkaði slysum. Opinberar umferðartölur sýna það líka að alls staðar þar sem þessi háttur er hafður á er öryggið mjög svipað og ef vegurinn er tvöfaldur. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband