Er það til of mikils mælst

Að þingmenn og þó sérstaklega Ráðherrar, leggi það á sig að læra að flytja mál sitt sómasamlega ?

Ég hef af sérstökum ástæðum haft tækifæri til að fylgjast með umræðum á Alþingi síðustu daga og mér finnst alltof margir þingmenn vera heldur daprir ræðumenn.

Sumir standa eins og drumbar í ræðustólnum og muldra svo að það er jafnvel erfitt að heyra hvað þeir segja. Þetta finnst mér ekki sæmandi.

Nú er engrar sérstakrar menntunnar krafist af þeim sem sækjast eftir þingsæti og eðlilegt að þingmenn séu af fjölbreyttu sauðahúsi og með mismunandi bakgrunn.

Það er þó lágmarks krafa okkar sem hlusta á þá, að þeir geti flutt mál sitt þannig að sómi sé að. Hvað þeir svo aftur segja er þeirra mál 

 

,althingiinside

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mikið er ég sammála þér Þóra, ég fékk þetta tækifæri fyrr í vetur að fá að horfa á Alþingi Íslendiinga allan daginn. Ég var komin með þunglyndiseinkenni. Það er sárasjaldan sem að nokkur brosir...þeir virðast alltaf reiðir....

Eftir hverju er fólk að sækjast, þegar það gefur kost á sér til Alþingis ?

Bara spyr svona ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.4.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband