Það er bara þannig.

Vegna færslu sem ég setti inn í gær vil ég taka eftirfarandi fram.

Hún var ekki meint gegn neinum sérstökum.

Það er mín skoðun að ef fólk kemst í þrot í sínum málum þá er ekkert eðlilegra né sjálfsagðara en að leita sér hjálpar og skiptir þá engu máli af hvaða toga vandinn er.07042008(005)

Þeir sem hafa lent í vandræðum með áfengi hafa í mörg ár getað fengið hjálp á vegum SÁÁ og víðar og er það bara hið besta mál og engum til minnkunar sem það gerir, síður en svo.

Nú nýverið var farið að bjóða fólki sem á í vanda með holdafar sitt, upp á svokallaðar hjáveituaðgerðir og ég sé heldur ekkert að því, mér finnst það bara gott mál.

,Það er líka staðreynd að Íslendingar hafa átt í basli með efnahagsstjórnina svo lengi sem ég man, sjálf hef ég farið illa út úr þeirri óstjórn.

Lengi var því haldið fram að það væru bara vinstri menn sem klúðruðu fjármálum en atburðir síðustu vikna hafa sýnt okkur að Sjálfstæðismenn, sem gátu látið mig og aðra trúa því að þeir væru þeir einu sem hefðu vit á fjármálum, eru alveg jafn vonlausir í þessum efnum. 

Því tel ég það vera augljóst að við verðum að leita nýrra leiða, PUNKTUR.

Þetta var nú allt og sumt sem ég meinti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég sá nú ekkert athugavert við færslu þína í gær, Samlíking sem var auðskiljanleg að mínu áliti. Það er sérstakt finnst mér hvað fólk tekur allt nærri sér og hellir ser yfir fólk af minsta tilefni hér inni á þessu bloggi. Það eru margir svo dónalegir...eins og því leifist allt hér inni......

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.4.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Þú átt heiður skilið Þóra, fyrir að taka út færsluna í gær hún var ekki sæmandi og hefði getað valdið mörgum sársauka, það eru ekki allir í vaxtarlagi eins og Tviggý var, beinagrindur!!!!, Aðgát skal höfð í nærveru sálar, fólk er mismunandi viðkvæmt, en það er annar handleggur.  Mitt mat er það að fólk sem er skráð undir merkjum XF heimasíðu, ætti aðeins að vera með pólitískar færslur en við getum ekki ráðið við hvað illkvittið fólk setur inn við færslurnar okkar svo þá á að fjarlægja slík komment strax.  Ég hef haldið mig við að vera með mitt BLOGG undir MBL.is en það er mín ákvörðun.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 13.4.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Missti af þessari færslu þinni og get því ekki dæmt um hana. Fólk getur verið viðkvæmt, en það þarf nú líka oft að kíkja í eigin barm af hverju það er viðkvæmt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2008 kl. 16:04

4 Smámynd: Rannveig H

Tek undir orð Jóhönnu,fólk má ekki oftúlka hlutina eða lesa einhvað vitlaust á milli lína.

Rannveig H, 13.4.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Við ráðum ekki hvað fólk setur í færslur á síðurnar og það segir ekkert um þá sem að eru að skrifa.

Það má ekki misskilja það.

Lífið er pólitík og flest allt snýst jú um pólitík, þannig lít ég alla vegana á pólitík.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.4.2008 kl. 23:23

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þóra mér finnst þessi dýr ekki sérlega "sæt". það hlýtur að vera ástæða fyrir myndum af þeim eða hvað ?

kannski bara listrænt framlag ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.4.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það hafa margir farið illa út úr óstjórn hér á landi án efa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.4.2008 kl. 02:49

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ragnheiður, Guðrún María segir á sínu bloggi ; Lífið er pólitík, og ég er alveg sammála henni, þau eru allavega æði mörg málefnin sem tengjast pólitík á einn eða annan hátt.

G.María, ég vona að þú sért ekki eins viðkvæm og sumir

Þóra Guðmundsdóttir, 15.4.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband