Vertu með.

Þegar maður fer í matvörubúð og kaupir margar vörur er ekki séns að maður geti munað merkt hilluverð nema á fáeinum vörutegundum. Á kassanum kemur svo óþægilega oft í ljós að verðið er hærra en það var inni í búðinni, eftir því sem maður best man.innkaupakarfa

Þá finnst mörgum óþægilegt að fara að kvarta, það tekur tíma og vekur athygli svo kemur í ljós að þetta var ekki rétt hjá manni og þá verður maður eins og bjáni.

Eins vantar alltof oft verðmerkingar. Hvað skyldi það vera stór hluti viðskiptavina sem fettir fingur útí það. Mín tilfinning er sú að allt of fáir finni að því og þess vegna komast kaupmenn upp með að hafa þetta svona.

 

Eftirfarandi tilkynning birtist á heimasíðu Neytendasamtakanna. 

Verðupplýsingar eru mjög mikilvægar og því er alvarlegt ef þær eru rangar eða hreinlega ekki til staðar. Sérstaklega er mikilvægt að verðmerkingar í matvöruverslunum séu góðar. Neytendasamtökin hvetja neytendur til að taka þátt í samstilltu átaki miðvikudaginn 16. apríl á milli 15 og 18.  Markmiðið er að hvetja verslanir til að sinna verðmerkingum betur og sjá til þess að þær séu ávallt réttar og til staðar.

Skylt að verðmerkja

Allar vörur eiga að vera verðmerktar enda er það forsenda þess að neytendur geti tekið meðvitaða ákvörðun við kaup. Því miður er allt of algengt að verðmerkingar vanti eða að verðupplýsingar séu rangar og slíkt er ólíðandi. Í matvöruverslunum getur verð á hillukanti verið annað en verð á kassa og dæmi eru um að tilboðsverð skili sér ekki á kassann. 

Átakið felst í því að virkja sem flesta neytendur því með samtakamætti getum við haft áhrif og gert seljendum ljóst að við sættum okkur ekki við ófullnægjandi, rangar eða jafnvel engar verðupplýsingar

Svona förum við að:

  • Í hvert skipti sem vara er sett í körfuna skrifar þú verðið á lítinn límmiða sem þú límir á vöruna.
  • Ef ekkert verð er sjáanlegt við þá vöru sem þú hyggst kaupa límir þú rauðan límmiða á hillukantinn, Þannig sjá starfsmenn hvar verðmerkingar vantar.
  • Þegar komið er á kassa fylgist þú með að kassaverðið sé það sama og verðið sem þú skráðir niður. Einnig má skoða strimilinn og bera saman við límmiðana þegar búið er að borga.
     

 Fulltrúar Neytendasamtakanna og sjálfboðaliðar verða við nokkrar verslanir með límmiða til taks og leiðbeina öllum sem vilja taka þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Frábær tillaga

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábært framtak, ég er til.  Ég ætla ekki að versla í flýti á morgun

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.4.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband