Fullkomið ábyrgðaleysi.

Ég er alveg gáttuð á svona yfirlýsingu. Það er mikill ábyrgðahluti að senda frá sér svona yfirlýsingu þrátt fyrir að menn gæti grunað að svona fari.

Yfilýsing af þessu tagi gæti ein og sér orðið til þess að íbúðaverð hrapaði þó svo ekkert annað kæmi til. 

Huggulegt eða hitt þó heldur að fá svona framan í sig. Þenslan undanfarin ár hefur að stórum hluta verið stjórnvöldum og bönkunum að kenna. Venjulegt fólk hefur furðað sig á ofboðinu og hraðanum á öllum framkvæmdum.

Ég sjálf hélt satt að segja að heimurinn væri við það að farast og allt kapp væri lagt á að hafa byggt sem mest og flottast áður en það gerðist. Það væri agalegt ef það spyrðist út Íslendingar hefðu ekki náð að byggja skrilljón íbúðir áður.

Minnir á Lása kokk sem hreinlega varð að vaska upp áður en dallurinn sökk.

Heilmikið launaskrið átti sér stað á flestum sviðum en síst í byggingariðnaði og alls ekki hjá byggingaverkamönnum.

Nú eru það einmitt þeir sem nutu "góðærisins" hvað síst sem þurfa að taka skellinn. Því er skellt á forsíður flestra blaða að það verði þeir sem missa vinnuna. Þeir sem minnst höfðu fyrir voru líka þeir síðustu til að taka þátt í ofboðinu og allar líkur eru á því að þeir hafi fengið hlutfallslega hæstu lán á sínar íbúðir og þar af leiðandi myndi lækkun íbúðaverðs koma harðast niður á þeim.

Alltaf sama sagan, svo er þeim sagt að herða sultarólarnar.

Ég ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýn, eitt og annað er í pípunum í Íslensku efnahagslífi sem ég trúi að hafi góð áhrif. 

 


mbl.is 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði til ársloka 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Tek undir þetta fullkomið ábyrgðaleysi sérstaklega í ljósi þess að þessir sömu menn bera ábyrgð á því ástandi sem nú er uppi. Það þykir sjálfsagt að einkavæða flest fjöregg þjóðarinnar og færa þau fáum útvöldum.En að sama skapi þykir sjálfsagt að þjónýta tapið. Annars hélt ég að það væri ekki í þeirra verkahring að verðleggja fasteignir en skildi ástæðan vera sú að ef ibúðaverð lækkar þá væri hugsanlega hægt að lækka stýrivexti fyrr ?. Þessi menn eiga að hafa vit á því að tjá sig sem minnst um stöðu mála í þjóðfélaginu það sem þeir hafa verið að boða undanfarna mánuði hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hafa stýrivextir hækkað upp úr öllu valdi.  

Grétar Pétur Geirsson, 11.4.2008 kl. 10:59

2 identicon

Ég verð að segja að ég er bara nokkuð sammála Þóru og Grétari.

Sérstaklega þykir mér athyglisverð orð Grétars " Annars hélt ég að það væri ekki í þeirra verkahring að verðleggja fasteignir en skildi ástæðan vera sú að ef ibúðaverð lækkar þá væri hugsanlega hægt að lækka stýrivexti fyrr ?"

Þetta gæti auðvitað verið réttmæt athugasemd þar sem íbúðaverðið er inni í vísitölunni.

En ég er auðvitað bara fegnastur að ég er nýbúinn að selja fasteignina mína, gera mig skuldlausan, búinn að leggja inn á sparnað og farinn að ávaxta eignirnar mínar á hæstu vöxtum í heimi.  Vona bara að verðbólgan éti ekki upp raunvextina.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sammála þér Grétar. Þeir eiga ekki að vera að reyna að hafa áhrif á markaðinn í krafti stöðu sinnar og hræða fólk.

Þetta er góð athugasemd hjá Þorsteini. Það er hvergi hægt að fá betri ávöxtun á fé en á Íslandi og verðbólgan étur ekki upp raunvextina bara svo það sé á hreinu hjá þér Þorsteinn. Ef við gætum öll gert eins og hann værum við í góðum málum en hrædd er ég um að þá breyttust fljótt innlánskjörin. Það ætti samt að vera markmið allra að losna frá skuldunum með sem skjótustum hætti og leyfi ég mér að minna á ráðgjafa sem heitir Ingólfur Ingólfsson og hefur verið að ráðleggja fólki í fjármálum. kveðja Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það væri svo sem ágætt ef maður gæti selt íbúðina sína, sett peninginn í banka og hætt að vera til þangað til verð á fasteignum lækkar verulega.

Þóra Guðmundsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband