Færsluflokkur: Bloggar
Dýr lyf vegna margra smárra apóteka.Villandi fyrirsögn.
Sunnudagur, 23. september 2007
Eins og allir vita og hafa vitað lengi hefur lyfjaverð hér á landi verið með því hæsta sem þekkist í víðri veröld. Aftur og aftur er gerð úttekt og skýrslur um málið en minna hefur farið fyrir aðgerðum. Nú segir frá skýrslu vinnuhóps lyfsala, lyfjagreiðslunefndar og ríkisendurskoðunar, á fréttavef ruv
Í skýrslunni segir einnig að reiknilíkan hafi leitt ótvírætt í ljós að ef unnt væri að fækka lyfjaverslunum mætti ná fram lækkun smásöluálagningar án þess að það kæmi niður á afkomu greinarinnar. Slík fækkun gæti þó orðið til þess að minnka samkeppni.
Það er einmitt málið "mætti ná fram" Það þýðir alls ekki að það yrði þannig. Allar líkur benda til þess að ef um hagræðingu yrði að ræða þá rynni hagnaðurinn beint til lyfsalanna sérstaklega þar sem samkeppni yrði enn minni en hún er í dag.
Það er líka athyglisvert og kemur hvergi fram í skýrslunni, allavega ekki fréttinni um skýrsluna, að nú eru það einmitt minnstu apótekin sem bjóða lægsta verð á lyfjum.
Ég get nefnt sem dæmi Rima apótek, sem lætur sér í mörgum tilfellum nægja hlut tryggingastofnunnar í lyfjunum en sleppa kaupandanum við að borga. Ég þarf til dæmis oft að kaupa astmalyf. Hjá stóru apótekunum er minn hlutur í heildarverði 5.000.- kr., en í Rima apóteki er veittur afsláttur sem nemur þeirri upphæð svo að ég borga ekki neitt. Ég veit að þannig er því háttað með mörg önnur lyf.
Þetta segir mér að álagningin sé nokkuð mikil því mér dettur ekki í hug að halda að Rima apótek sé að gefa mér nokkuð heldur hafi þeir samt sem áður eitthvað út úr viðskiptunum.
Ég hvet því alla til að gefa sér tíma til að kanna verð á lyfjum áður en þau eru keypt, ekki bara labba í næsta apótek umhugsunarlaust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Meiri maður ?
Laugardagur, 22. september 2007
Það er athyglisvert að lesa skrif sumra um þessa afsökunarbeiðni Kristjáns. Mörgum finnst hann maður að meiri við að viðurkenna það sem þeir kalla mistök og biðjast afsökunar.
Ég myndi alls ekki kalla þetta mistök hjá Kristjáni, ekki frekar en ég myndi kalla þetta klúður með Grímseyjarferjuna mistök.
Kristján sýndi aftur á móti mikinn dómgreindarskort þegar hann lét þessi orð falla um Einar, og í rauninni bætir hann um betur þegar hann segir að hann hafi aldrei litið svo á að Einar hafi einn borið ábyrgð á þessu máli. Hvað vakti þá fyrir honum ?
Þegar maður kýlir mann, á hann þá skilið eitthvað hrós fyrir að segja "fyrirgefðu" ?
Mönnum er alltof tamt að tala um mistök þegar um hreina vanhæfni er að ræða.
Kristján biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðbær Reykjavíkur
Mánudagur, 17. september 2007
Ástandinu í miðbænum á kvöldin um helgar má alveg líkja við stríðsástand og löngu tímabært að taka í taumana. Umburðarlyndi almennings og yfirvalda hefur í rauninni verið stórfurðulegt. Eins og að það sé sjálfsagt að um hverja helgi sleppi fjöldi fólks svo fram af sér beislinu að ætla mætti að hver sé að verða síðastur að fríka út, því heimsendir sé á morgun.
Svo finnst sumum bara í lagi að létta á sér hvar svo sem þeir eru staddir þá stundina, vegna þess að þeir eigi ekki annarra kosta völ.
Þeir velja sér stað til að halda útihátíð, eins og götur borgarinnar án þess að þar sé nokkur aðstaða til slíkra hluta í stað þess að fara hreinlega á skemmtistaði þar sem reiknað er með fólki og tilheyrandi útbúnaður er til staðar eins og t.d. salerni.
Það á ekki að vera sjálfsagt að fólk fari á hvínandi fyllerí og alls ekki um hverja helgi. Það á heldur ekki að vera sjálfsagt að drukkið fólk geti bara hagað sér eins og því sýnist og segja svo bara : hvað er þetta ég var bara full(ur) og þar með sé hann bara stikkfrí.
Sumum finnst bara í lagi að láta mannasiði lönd og leið þegar þeir detta í það en þannig á það alls ekki að vera.
Ég held til þess að breyta þessu þá þurfum við öll að standa saman. Þetta er ekki eitthvað sem lögreglan ein ræður við. Hér þarf hreinlega hugarfarsbreytingu. Við þurfum að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta og hver og einn þarf að líta í eigin barm og laga sig og sína hegðan.
Hiti í gestum miðborgarþings í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Grímseyjarferjuævintýrið
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Gaman væri að vera fluga á vegg ef synir eða dætur þeirra Árna Mathiesen og Sturlu Böðvarssonar hefðu hagað sér eins og menn hafa hagað sér í Grímseyjarferjumálinu.
Þeir fela unglingunum sínum að kaupa notaðan bíl. Þeir keyptu illaúlítandi bíl sem væri bæði gamall og greinilega illa við haldið og settu hann í viðgerð.
Þeir væru með debetkortið hans pabba og fyrr er varir er viðgerðarkostnaður kominn langt fram úr áætlun.
Ætli feðurnir tækju því bara þegjandi. Skyldu þeir bara segja: "jæja krakkar mínir, við skulum nú ekki vera með nein læti útaf þessu. Mestu máli skiptir að við lærum af þessari reynslu og látum þetta ekki koma fyrir aftur."
Mér þykir líklegra að þeir yrðu öskureiðir, tækju af þeim debetkortið og það yrði örugglega bið á því að afkvæmunum yrði falið svipað verkefni.
Það er nefnilega ekki sama hver borgar brúsann. Það virðist vera auðvelt að vera bæði skilningsríkur og umburðarlyndur þegar aðrir borga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lækkun áfengisverðs
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Ég horfði á Ágúst Ólaf í Kastljósi og úff. Þetta var skelfilegt. Það að lækka áfengisverð virðist vera hans hjartans mál.
Ef áfengisreikningur heimilisins er of hár þá er vandans að leita annars staðar en í áfengisverðinu.
Ágúst Ólafur hefur engin rök fyrir lækkuninni. Hann reyndi meira að segja að halda því fram að börn alkahólistans væru betur sett ef áfengisverð yrði lækkað, það gerði það að verkum að þá ætti hann meiri pening handa börnunum.
Hann hélt því fram að hvergi væri áfengisvandi meiri en á Íslandi því til stuðnings nefndi hann að hvergi hefðu fleiri farið í meðferð, það var þá, veit hann ekki að hvergi er eins auðvelt aðgengi að meðferðarúrræðum ?.
Svo er þetta einfaldlega rangt, áfengisvandi er mjög víða mun meiri, til dæmis í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi og ekki síst Rússlandi. Þetta er skilgreiningaratriði.
Ágúst Ólafur fullyrðir að áfengi sé aðeins slæmt fyrir ofdrykkjumenn. Það er heldur ekki rétt, það eru ekki aðeins alkahólistar sem drekka sér til tjóns. Hófdrykkjumennirnir geta líka auðveldlega drukkið í sig alskyns kvilla og sjúkdóma með tímanum og aukin drykkja þó svo um hófdrykkju væri að ræða myndi alveg hiklaust auka álagið á heilbrigðiskerfið sem er ærið fyrir.
Heldur Ágúst Ólafur að ástand í áfengismálum, sem hann segir vera ákaflega slæmt á Íslandi, myndi lagast ef verð á áfengi myndi lækka ?
Það er líka alveg stórmerkilegt að þingmenn skuli af öllu líta á það sem forgangsverkefni að lækka verð á áfengi.
Við hér á Íslandi búum við þau ósköp að flestir hlutir hér eru þeir dýrustu í heimi. Við þurfum að taka dýrustu lánin til íbúðakaupa, við greiðum hæsta matvöruverð í heimi og verð á lyfjum er hér mun hærra en annars staðar. Lengi hefur verið bent á hinn ósanngjarna skatt sem liggur í handahófskenndum vörugjöldum sem leggjast á alla hluti sem fluttir eru inn. Viðborgum fáránleg stimpilgjöld sem allir virðast vera sammála um að sé löngu úreltur skattur en það er aldrei rétti tíminn til að fella hann niður, en það virðist vera þverpólitísk samstaða um að lækka verð á áfengi.
Ég held að mönnum sé bara ekki sjálfrátt.
Bloggar | Breytt 17.8.2007 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Trén á Þingvöllum
Fimmtudagur, 19. júlí 2007
Ég má til með að lýsa ánægju minni yfir því að það eigi að fjarlæga barrtrén á Þingvöllum.
Þau hafa alla tíð stungið mjög í stúf við staðinn og þann gróður sem fyrir var. Sérstaklega eru þau áberandi óviðeigandi á haustin og vetrum. Ekki voru Alaska asprinar betri.
Það voru skiljanleg mistök á þeim tíma sem þessi tré voru gróðursett þar. Íslendingar voru eðlilega ákafir í viðleitni sinni við að græða upp landið og hlupu á sig.
Menn hefðu gróðursett hvað sem væri bara ef það hefði vaxið þannig að við megum bara þakka fyrir að pálmatré þrifust ekki hér, annars hefðum við þurft að horfa upp á pálmatré hér út um víðan völl, með fullri virðingu fyrir pálmatrjám þau eiga bara alls ekki við hér á landi frekar en barrtré á Þingvöllum.
Mér finnst það bara frábært að menn skuli hafa dug í sér og leiðrétta þessi mistök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já hvar skyldi hann vera ?
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Það er í rauninni mjög skrítið að nú á okkar tímum þegar mannkynið veit svo ótal margt, hvað við vitum samt lítið um stóru málin.
Það eina sem við vitum fyrir víst er að við munum öll deyja fyrr eða síðar. Einn daginn er þetta bara búið. Allt hversdags argaþras gufar upp og við, sem erum svo óskaplega "ómissandi", hverfum bara og viti menn jörðin heldur áfram að snúast.
Enn veit enginn hvert við förum þegar við deyjum eða hvort við förum yfirleitt eitthvert þegar við deyjum.
Hvað vorum við fyrir þetta líf eða hvar vorum við og hver erum Við ?.
Það eina sem fólk getur gert er að grípa til trúar af einhverju tagi. Það er hægt að trúa því að við förum til guðs eða ekki, þegar við deyjum. Það er líka hægt að trúa á einhverskonar annað líf, endurholdgun eða endurfæðingu.
Það er auðvitað líka bara hægt að trúa því að þegar við deyjum þá slokkni bara á okkur fyrir fullt og allt.
Allt er þetta samt bara trú.
En hvur veit nema við fáum áþreifanleg svör síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar er Einar Oddur núna ?.
Föstudagur, 8. júní 2007
Einar Oddur fór á hvolf þegar Steinunn Valdís reyndi á sínum tíma að rétta hlut þeirra lægst launuðu í borginni. Það gerði hún annars vegar stafsmannanna vegna, en ekki síður var það tilraun til fá fólk til að vinna þessi störf.
Þá fór Einar Oddur beinlínis hamförum, talaði um ábyrgðarleysi vegna þeirra þensluáhrifa sem aðgerðin hefði og ég veit ekki hvað og hvað.
Nú hækka laun hinna hæst launuðu um nærri tvöföld laun þeirra sem minnst hafa og hvað ? Hefur það ekkert að segja varðandi þensluna ?
Kannski fer "fína fólkið" betur með sínar launahækkanir, leggur sína peninga bara í banka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jafnrétti
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Það getur oft verið skondið að fylgjast með jafnréttisumræðunni.
Sumir kvarta undan frekju kvenna, segja að það sé alls ekki hægt að ráða konu "bara vegna þess að hún sé kona".
Hvers vegna tala svona margir á þessum nótum? Það er eins og valið standi alltaf á milli karls sem er hæfur og svo óhæfrar konu, og eina ástæðan fyrir ráðningu konunnar væri þá kynferði hennar.
Þetta er auðvitað bara bull. Það er fjöldinn allur af mjög hæfum konum til allra starfa það er bara eins og menn fatti það ekki.
Þegar ég var ung (ótrúlega langt síðan) þá var ég algjörlega andvíg öllum þvingunaraðferðum og kvótum til jafnréttis, sagði bara að konur jafnt og karlar yrðu bara að komast áfram á eigin verðleikum.
Núna mörgum árum síðar er ég bara komin á þá skoðun að það verði bara að fara í þannig aðgerðir. Því var nefnilega alltaf haldið fram að ástæðan fyrir misréttinu væri sú að konur væru minna menntaðar og svo að þær sæktust ekki eftir ábyrgðarstöðum og svo framvegis. Konur hafa afsannað þetta allt saman en eru enn skildar útundan
Enn er gerð sú krafa til kvenna að þær séu ekki einungis jafngóðar til starfa og karlar, heldur þurfa þær helst að vera betri.
Það er alltaf eins og það sé sjálfsagt að karlinn fái stöðuna en ef konan fær hana þarf að færa rök fyrir því . Þetta er farið að vera þreytandi.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vonbrigði.
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Ég verð að játa að ég varð fyrir vonbrigðum með ráðherralista Sjálfstæðismanna. Hann kom svo sem ekkert sérstaklega á óvart en ég hafði samt vonað að þeir sýndu meiri metnað og hugrekki.
Að þessu sinni geta Sjálfstæðismenn ekki útskýrt kvenmannsleysi ríkistjórnarinnar með því að það vanti hæfileikaríkar konur í þingliðið. Það er eitthvað allt annað sem ræður.
Sérstaklega finnst mér slæmt að gengið hafi verið fram hjá Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Þó svo hún sé ný á þingi þá býr hún yfir mikilli þekkingu og reynslu sem hefði nýst vel í ráðherraembætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)