Vonbrigði.

Ég verð að játa að ég varð fyrir vonbrigðum með ráðherralista Sjálfstæðismanna. Hann kom svo sem ekkert sérstaklega á óvart en ég hafði samt vonað að þeir sýndu meiri metnað og hugrekki. 

Að þessu sinni geta Sjálfstæðismenn ekki útskýrt kvenmannsleysi ríkistjórnarinnar með því að það vanti hæfileikaríkar konur í þingliðið. Það er eitthvað allt annað sem ræður.

Sérstaklega finnst mér slæmt að gengið hafi verið fram hjá Guðfinnu S. Bjarnadóttur.  Þó svo hún sé ný á þingi þá býr hún yfir mikilli þekkingu og reynslu sem hefði nýst vel í ráðherraembætti.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband