Dýr lyf vegna margra smárra apóteka.Villandi fyrirsögn.

Eins og allir vita og hafa vitað lengi hefur lyfjaverð hér á landi verið með því hæsta sem þekkist í víðri veröld. Aftur og aftur er gerð úttekt og skýrslur um málið en minna hefur farið fyrir aðgerðum. Nú segir frá skýrslu vinnuhóps lyfsala, lyfjagreiðslunefndar og ríkisendurskoðunar, á fréttavef ruv

Í skýrslunni segir einnig að reiknilíkan hafi leitt ótvírætt í ljós að ef unnt væri að fækka lyfjaverslunum mætti ná fram lækkun smásöluálagningar án þess að það kæmi niður á afkomu greinarinnar. Slík fækkun gæti þó orðið til þess að minnka samkeppni.

Það er einmitt málið "mætti ná fram" Það þýðir alls ekki að það yrði þannig. Allar líkur benda til þess að ef um hagræðingu yrði að ræða þá rynni hagnaðurinn beint til lyfsalanna sérstaklega þar sem samkeppni yrði enn minni en hún er í dag.

Það er líka athyglisvert og kemur hvergi fram í skýrslunni, allavega ekki fréttinni um skýrsluna, að nú eru það einmitt minnstu apótekin sem bjóða lægsta verð á lyfjum. 

Ég get nefnt sem dæmi Rima apótek, sem lætur sér í mörgum tilfellum nægja hlut tryggingastofnunnar í lyfjunum en sleppa kaupandanum við að borga. Ég þarf til dæmis oft að kaupa astmalyf. Hjá stóru apótekunum er minn hlutur í heildarverði 5.000.- kr.,  en í Rima apóteki er veittur afsláttur sem nemur þeirri upphæð svo að ég borga ekki neitt. Ég veit að þannig er því háttað með mörg önnur lyf. 

Þetta segir mér að álagningin sé nokkuð mikil því mér dettur ekki í hug að halda að Rima apótek sé að gefa mér nokkuð heldur hafi þeir samt sem áður eitthvað út úr viðskiptunum. 

Ég hvet því alla til að gefa sér tíma til að kanna verð á lyfjum áður en þau eru keypt, ekki bara labba í næsta apótek umhugsunarlaust.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála þér, það þarf að taka til í þessum málum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.9.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég veit að verðlag á lyfjum hér á landi er mun hærra en viðast í nágrannalöndunum. Það má selja lyf á netinu og í bensínstöðvum, svo dæmi sé tekið.

Þeir sem ekki vilja breytta verslunarhætti í lyfsölu hafa bent að lyfsölur þurfi allan lyfjamarkaðinn til að geta þjónustað okkur á heildstæðan hátt með lyfseðilsskyldu lyfin og það sem því fylgir.

Þetta kann að vera, en ýmsir halda að Lyfsölufyrirtækin hafi haft uppi meira samráð en olíufélögin, þegar þeir skiptu landinu á milli sín.

Kannski er skortur á samkeppni stærsta skýringin á háu lyfjaverði? 

Jón Halldór Guðmundsson, 24.9.2007 kl. 00:13

3 identicon

Lyfja-verð verð-ur að verð-a eitt af fyrstu málum þessa þings. Sammála.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 17:18

4 Smámynd: Halla Rut

Það er ekki fjöldi apóteka sem ræður verði á lyfjum, það er á hreinu. Ég get ekki betur séð en að apótek sé á hverju götuhorni allstaðar sem maður kemur erlendis og ekki virðist sá fjöldi valda þessum okur verðum. Auk þess er Lyfja ekki bara að selja Lyf. Hún selur nánast allt sem hugsast getur og trúi ég ekki öðru en sá rekstur sé rekin með góðum hagnaði. Hér er einokun á ferð og svona skilar einokun ávallt. 

Halla Rut , 2.10.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband