Hvar er Einar Oddur núna ?.

Einar Oddur fór á hvolf þegar Steinunn Valdís reyndi á sínum tíma að rétta hlut þeirra lægst launuðu í borginni. Það  gerði hún annars vegar stafsmannanna vegna, en ekki síður var það tilraun til  fá fólk til að vinna þessi störf. 

Þá fór Einar Oddur beinlínis hamförum, talaði um ábyrgðarleysi vegna þeirra þensluáhrifa sem aðgerðin hefði og ég veit ekki hvað og hvað. 

Nú hækka laun hinna  hæst launuðu um nærri tvöföld laun þeirra sem minnst hafa og hvað ? Hefur það ekkert að segja varðandi þensluna ?

Kannski fer "fína fólkið" betur með sínar launahækkanir, leggur sína peninga bara í banka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það er alveg víst að það er ekki sama Jón og séra Jón í þessu máli. Ég hef nú ekki heyrt Einar Odd tjá sig um þetta og hann gæti alveg verið á móti þessum hækkunum líka. Það kemur í ljós eins og margt annað....

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.6.2007 kl. 14:07

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst trúlegt að Einar Oddur sjái að þessi launahækkun er alvarleg atlaga að stöðugleikanum, sem ekki var nú mikill fyrir.

- Annað þessu tengt; Er ekki búið að ákveða það að endurskoða lífeyrisréttindi alþingismanna og ráðherra? Ætli Einar Oddur sé ekki hress með það?

Jón Halldór Guðmundsson, 10.6.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband