Já hvar skyldi hann vera ?

Það er í rauninni mjög skrítið að nú á okkar tímum þegar mannkynið veit svo ótal margt, hvað við vitum samt lítið um stóru málin.

Það eina sem við vitum fyrir víst er að við munum öll deyja fyrr eða síðar. Einn daginn er þetta bara búið.  Allt hversdags argaþras gufar upp og við, sem erum svo óskaplega "ómissandi", hverfum bara og viti menn jörðin heldur áfram að snúast.

Enn veit enginn hvert við förum þegar við deyjum eða hvort við förum yfirleitt eitthvert þegar við deyjum.

Hvað vorum við fyrir þetta líf eða hvar vorum við og hver erum Við ?. 

Það eina sem fólk getur gert er að grípa til trúar af einhverju tagi. Það er hægt að trúa því að við förum til guðs eða ekki, þegar við deyjum. Það er líka hægt að trúa á einhverskonar annað líf, endurholdgun eða endurfæðingu.

Það er auðvitað líka bara hægt að trúa því að þegar við deyjum þá slokkni bara á okkur fyrir fullt og allt. 

Allt er þetta samt bara trú.  

En hvur veit nema við fáum áþreifanleg svör síðar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband