Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Úf, deja vu.
Miðvikudagur, 17. september 2008
Þegar ég sé þessar myndir rifjast upp fyrir mér ferð sem ég fór fyrir allmörgum árum.
Ég var á leiðinni í Stykkishólm frá Reykjavík og ætlaði með Baldri yfir Breiðafjörð. Þetta var rétt eftir Páska og það hafði rignt mikið.
Einhversstaðar á sunnanverðu Snæfellsnesinu kem ég að brú. Mikið skarð, svona eins og á myndinni var komið í veginn rétt fyrir framan brúna en smá ræma var eftir. Ég var að velta því fyrir mér hvort hún væri nógu breið og sterk til að ég kæmist. Rétt í þann mund sem ég var að komast að því að best væri að snúa við, tek ég eftir pallbíl hinu megin og sá var á leiðinni frá mér. Af einhverjum ástæðum dró ég þá ályktun að hann hefði farið yfir og þar sem sá bíll var bæði stærri og þyngri en minn þá hlyti mér að vera óhætt svo ég fór yfir.
Stuttu síðar var ég búin að ná pallbílnum enda hafði hann stoppað til að bíða eftir mér og bílstjórinn sem var frá Vegagerðinni benti mér, mjög vinsamlega, á að ég hefði stefnt mér í stórhættu. Þeir félagarnir höfðu ekkert farið yfir heldur höfðu þeir snúið við eins og ég hefði átt að gera.
![]() |
Miklar vegaskemmdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Látið Íbúðalánasjóð í friði.
Miðvikudagur, 17. september 2008
Það er gott að vita til þess að almenningur virðist hafa vit á málinu. Reynsla okkar af hinum "frjálsa" íbúðalánamarkaði ætti að vera öllum næg lexía. Líka pólitíkusum. Sá markaður þyrfti alla vega að þroskast áður en honum yrði treyst fyrir svo mikilvægu verkefni sem þessu.
![]() |
92% vilja óbreyttan Íbúðalánasjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hefði ekki verið upplagt að fara með krakkana á námskeið í mannasiðum?
Þriðjudagur, 16. september 2008
Fyrst þetta átti að vera óvissuferð hefði þá ekki verið upplagt að fara með krakkana á námskeið í mannasiðum og hópefli? Láta þau erfiða soldið og ganga yfir fjöll og firnindi.
![]() |
Hætt við óvissuferð vegna slæms orðspors nemenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bara borða, ekki drepa.
Þriðjudagur, 16. september 2008
Hvers vegna að vera að drepa blessuð dýrin þegar hægt er að kaupa kjötið úti í búð?

![]() |
Áhorfendum hryllti við lundaáti Ramsay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er svona hræðilegt við að ganga að kröfum ljósmæðra?
Sunnudagur, 14. september 2008
Þeir sem vilja ekki ganga að kröfum ljósmæðra, tala mikið um fordæmi. Þeir óttast að aðrar stéttir komi á eftir og óski eftir sömu hækkunum.
Eins og málið blasir við mér þá eru ljósmæður bara að fara fram á leiðréttingu, þær eru að fara fram á að menntun þeirra verð metin til launa. Í dag bera þær minna úr býtum en margir aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa styttra nám á bakinu.
Er þetta svona voðalega vont, eru það slæm skilaboð að aukin menntun verði metin til hærri launa? Er það slæmt og hættulegt fordæmi að þessar dæmigerðu kvennastéttir fái uppreisn æru ?
Það hljómar kannski frekjulega í eyrum einhverra að fara fram á 25% hækkun en þegar viðmiðunin er lág þá eru þetta engin ósköp. Síðasta launahækkun þingmanna var svo sem ekki há í prósentum en krónutalan var samt mun hærri.
Svo segir Ingibjörg blessunin að leiðin að launajafnrétti kynjanna liggi ekki í gegnum kjarasamninga. Hvernig hún kemst að þeirri niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Hún, sem hluti af ríkistjórninni, hefur einstakt tækifæri núna til að sýna að slagorð hennar sem femínista og jafnréttissinna eru ekki bara orðin tóm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er Árni Matt á leiðinni út úr pólitík.
Föstudagur, 12. september 2008
Það mætti ætla að Árni sé að hætta. Honum virðist alla vega vera slétt sama um sitt pólitíska framhaldslíf.
Það á bara að ganga að kröfum ljósmæðra, annað er ekki sæmandi.
Þegar allt lék hér í lyndi var ekki hægt að hækka launin þeirra vegna þess að þá gætu launahækkanir aukið á þenslu, núna eru svo engir peningar til. Algjörlega óþolandi.
![]() |
Ljósmæður: Uppsagnir löglegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrirgefning?
Þriðjudagur, 9. september 2008
Miðað við yfirlýsingu Árna er ekki annað að sjá en að hann kunni jafnilla að fyrirgefa og hann virðist kunna að iðrast.
![]() |
Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dauði og dj.....?
Laugardagur, 6. september 2008
Menn verða að gæta orða sinna. Það að tala endalaust um hvað ástandið sé slæmt gerir það bara verra.
Við eigum auðvitað engan annan kost en að halda áfram að lifa hvernig svo sem efnahagsástandið er. Það er algjör óþarfi að vera endalaust að tala kjarkinn úr fólki.
Ábyrgð fréttamanna er mikil, með sífelldri bölsýni og heimsendaspám er alveg hægt að leggja fólk í rúmið.
Það væri nær að hvetja fólk til dáða, benda á lausnir og leiðir út úr því ástandi sem nú ríkir.
![]() |
Ógnvænleg efnahagsþróun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)