Dauði og dj.....?

Menn verða að gæta orða sinna. Það að tala endalaust um hvað ástandið sé slæmt gerir það bara verra.

 

Við eigum auðvitað engan annan kost en að halda áfram að lifa hvernig svo sem efnahagsástandið er. Það er algjör óþarfi að vera endalaust að tala kjarkinn úr fólki.

Ábyrgð fréttamanna er mikil, með sífelldri bölsýni og heimsendaspám er alveg hægt að leggja fólk í rúmið. 

Það væri nær að hvetja fólk til dáða, benda á lausnir og leiðir út úr því ástandi sem nú ríkir.

 


mbl.is Ógnvænleg efnahagsþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Mæltu manna heilust Þóra. Þetta krepputal er hörmulega leiðinlegt eins og annað eins hafi aldrei skeð. Við eigum auðvitað að vita það á Íslandi að gengið fer í bylgjum og eigum bara að vera undir það búin, rétt eins og Færeyingar, frændur vorir, reikna með sveiflum í þorskgengdinni. Auðvitað er bensínverð of hátt og vöruverð lækkar ekki beint en ég sé ekki fólk breyta miklu hjá sér. Þó verður að segjast að öryrkjar sem eru bara á bótum eiga ekki sjö dagana sæla núna enda minnsta þanþolið þar. Bætur þeirra eiga bara að vera tengdar vísitölu. Fjölmiðlamönnum er vorkunn, það er eflaust kvíði í því fólki útaf sameiningarhugmyndum sem alltaf þýða fækkun á starfsfólki. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.9.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Þóra sorry en ástandið er ekki gott það er sannleikur við verðum að vinna samkvæmt því . Ekki er betra að þykjast ekki sjá það . Sannleikurinn er sagnabestur í þessu einsog öðru.

Gunnar Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er sammála Gunnari, að sannleikurinn er sagna bestur. Það að tala kreppu hvort sem er upp eða niður er óskynsamlegt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.9.2008 kl. 17:03

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Auðvitað er sannleikurinn sagna bestur en hver er sannleikurinn? Mér finnst til dæmis fáránlegt að nánast hver einasti fréttatími hefjist á setningum eins og "enn er ekki farið að bera á atvinnuleysi" eða "enn birtast auglýsingar í blöðum þar sem auglýst er eftir fólki í vinnu"

Þó svo allt sé ekki eins og best verði á kosið þá er heimurinn ekki að farast. Sannleikurinn er sá að við eigum ýmsa möguleika í stöðunni og nær væri að tala um það hvernig við vinnum okkur út úr þessari stöðu.

Þóra Guðmundsdóttir, 8.9.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Þóra.

Því miður þurfa margir að horfast í augu við nöturlegar staðreyndir mála við atvinnumissi er gjaldþrot fyrirtækja eru fyrir dyrum, við skyldum ekki gera lítið úr því.

Hins vegar ætla ég ekki að mæra einhliða bölsýnisáróður því fer svo fjarri en oftar en ekki virðist slíkt annað hvort í ökkla eða eyra í voru samfélagi sem aftur segir okkur það að gagnrýna fjölmiðla eins og þú gerir hér.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.9.2008 kl. 01:45

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það má ekki vanmeta hið andlega í þjóðarsálinni, eins og sást best hjá Ólympíuförunum okkar nýlega. Ég er sammála þessum pistli þínum Þóra.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 09:41

7 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Ég er sammála því að bölspár eru engum fyrir bestu en sannleikurinn eins og hann er í dag verður hins vegar að koma fram í fréttunum. :-)

Hildur Sif Thorarensen, 8.9.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband