Úf, deja vu.

Ţegar ég sé ţessar myndir rifjast upp fyrir mér ferđ sem ég fór fyrir allmörgum árum.

Ég var á leiđinni í Stykkishólm frá Reykjavík og ćtlađi međ Baldri yfir Breiđafjörđ. Ţetta var rétt eftir Páska og ţađ hafđi rignt mikiđ.

Einhversstađar á sunnanverđu Snćfellsnesinu kem ég ađ brú. Mikiđ skarđ, svona eins og á myndinni var komiđ í veginn rétt fyrir framan brúna en smá rćma var eftir. Ég var ađ velta ţví fyrir mér hvort hún vćri nógu breiđ og sterk til ađ ég kćmist. Rétt í ţann mund sem ég var ađ komast ađ ţví ađ best vćri ađ snúa viđ, tek ég eftir pallbíl hinu megin og sá var á leiđinni frá mér. Af einhverjum ástćđum dró ég ţá ályktun ađ hann hefđi fariđ yfir og ţar sem sá bíll var bćđi stćrri og ţyngri en minn ţá hlyti mér ađ vera óhćtt svo ég fór yfir. 

Stuttu síđar var ég búin ađ ná pallbílnum enda hafđi hann stoppađ til ađ bíđa eftir mér og bílstjórinn sem var frá Vegagerđinni benti mér, mjög vinsamlega, á ađ ég hefđi stefnt mér í stórhćttu. Ţeir félagarnir höfđu ekkert fariđ yfir heldur höfđu ţeir snúiđ viđ eins og ég hefđi átt ađ gera. 


mbl.is Miklar vegaskemmdir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband