Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Jafnrétti

 Það getur oft verið skondið að fylgjast með jafnréttisumræðunni. 

Sumir kvarta undan frekju kvenna, segja að það sé alls ekki hægt að ráða konu "bara vegna þess að hún sé kona".

Hvers vegna tala svona margir á þessum nótum? Það er eins og valið standi alltaf á milli karls sem er hæfur og svo óhæfrar konu, og eina ástæðan fyrir ráðningu konunnar væri þá kynferði hennar.

Þetta er auðvitað bara bull. Það er fjöldinn allur af mjög hæfum konum til allra starfa það er bara eins og menn fatti það ekki. 

Þegar ég var ung (ótrúlega langt síðan) þá var ég algjörlega andvíg öllum þvingunaraðferðum og kvótum til jafnréttis, sagði bara að konur jafnt og karlar yrðu bara að komast áfram á eigin verðleikum.

Núna mörgum árum síðar er ég bara komin á þá skoðun að það verði bara að fara í þannig aðgerðir.  Því var nefnilega alltaf haldið fram að ástæðan fyrir misréttinu væri sú að konur væru minna menntaðar og svo að þær sæktust ekki eftir ábyrgðarstöðum og svo framvegis. Konur hafa afsannað þetta allt saman en eru enn skildar útundan 

Enn er gerð sú krafa til kvenna að þær séu ekki einungis jafngóðar til starfa og karlar, heldur þurfa þær helst að vera betri.

Það er alltaf eins og það sé sjálfsagt að karlinn fái stöðuna en ef konan fær hana þarf að færa rök fyrir því . Þetta er farið að vera þreytandi.  

.


Vonbrigði.

Ég verð að játa að ég varð fyrir vonbrigðum með ráðherralista Sjálfstæðismanna. Hann kom svo sem ekkert sérstaklega á óvart en ég hafði samt vonað að þeir sýndu meiri metnað og hugrekki. 

Að þessu sinni geta Sjálfstæðismenn ekki útskýrt kvenmannsleysi ríkistjórnarinnar með því að það vanti hæfileikaríkar konur í þingliðið. Það er eitthvað allt annað sem ræður.

Sérstaklega finnst mér slæmt að gengið hafi verið fram hjá Guðfinnu S. Bjarnadóttur.  Þó svo hún sé ný á þingi þá býr hún yfir mikilli þekkingu og reynslu sem hefði nýst vel í ráðherraembætti.

 

 

 


Það mætti halda að hann væri Íslenskur.

Allavega af Íslenskum ættum.
mbl.is Wolfowitz mun ekki segja af sér segir lögmaður hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirtaka ?

Það var athyglisvert  að hlusta á Ómar Ragnarsson í Kastljósi í kvöld.

Jóhanna Vigdís spurði Ómar: „Hvar stendur Íslandshreyfingin núna?“  Þá  svaraði hann hróðugur: „Hún stendur þannig núna, það eru kannski ekki margir sem vita það,  en efstu  fimm borgarfulltrúar F listans í Reykjavík eru í Íslandshreyfingunni. Þetta er bara byrjunin“ 

Þetta er að vísu ekki allskostar rétt hjá Ómari því Ólafur F. sem er fjarverandi vegna veikinda hefur ekki sagt sig úr Frjálslynda flokknum og Kjartan Eggertsson sem er sá fimmti á lista er nýorðinn varaþingmaður Jóns Magnússonar og er því innmúraður í Frjálslynda flokkinn.

En það er alveg stórmerkilegt að þetta skuli vera hægt.  Ólafur F. Magnússon náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum  sem Frjálslyndur, hann veikist,  Margrét tekur hans sæti í borgarstjórn og allir þekkja framhaldið.Eftir sem áður kallast Margrét fulltrúi Frjálslyndra.

Það kom mér á óvart  að Ómar skuli vera stoltur af þessari stöðu.


Halló !! Framsókn, skiljið þið ekki skilaboðin ?

Það er greinlilega akkúrat ekkert að marka Jón Sigurðsson.  Fyrir kosningar segir hann að Framsókn yrði að draga sig í hlé og  fara í naflaskoðun ef þeir kæmu illa út út kosningunum en viti menn. Nú geta menn ekki skorast undan ábyrgð............ það var þá útúrsnúningur.

Kemur samt ekki á óvart, merkilegt.

Sama með Geir.  Það er hreint og beint sorglegt hvernig hann ætlar að taka á eða kannski ekki taka á útstrikununum sem hans menn urðu fyrir. 

Sem betur fer virðist stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins vera ærlegir og hafna siðspillingu.


Er lýðræðið hættulegt ? I

Ummæli  Sjálfstæðismanna undanfarið, hafa vakið upp þessa spurningu.

Hver á fætur öðrum keppast þeir við að telja okkur trú um að hér sé ALLT í lukkunnar velstandi og engin  ástæða sé til breytinga. Breytingar séu beinlínis hættulegar.

 

 


Leynilögga ?

Ég rakst á órtúlega frétt á fréttavef Ruv. Þar er sagt frá því að auglýst hafi verið eftir aðstoðarlögreglustjóra "leynilega". Auglýsingin birtist í vefútgáfu lögbirtingarblaðsins og svo í þvi prentaða á lokadegi umsóknarfrestsins.

Einn sótti um.

Umsækjandinn er  Páll Winkel lögfræðingur en hann hefur síðustu vikur stýrt stjórnsýslusviði ríkislögreglustjóra en var áður framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna.

Birni Bjarnasyni finnst þetta vera eðlileg vinnubrögð, það finnst mér ekki, mér finnst ver vond lykt af þessu máli. 

Þú getur séð þessa frétt Hér


Hvað með krakkana sem eru á aldrinum 13-18 ára?

Nú á að bjarga í horn. Það er auðvitað ekkert nema gott um það að segja að fólk opni augun þó seint sé varðandi tannheilsu barna en... Það er stór hópur barna sem hefur orðið útundan í kerfinu það er að segja,  fengu ekki  tannlæknaþjónustu á sínum fyrstu árum .  Á ekki að koma til móts við þann hóp?
mbl.is Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðugt á Íslandi.

Alveg er það merkilegt þegar talað er um að Íslenskt verkafólk eigi að þakka því erlenda að það skuli hafa það svona gott.  Aftur og aftur er tönglast á því hvað við séum nú heppin að þetta fólk hafi lagt leið sína hingað okkur til hjálpar.  Í hverju er svo þessi hjálp fólgin ? jú með því að halda launum verkafólks niðri. 

Hún er merkileg þessi röksemdarfærsla. Í einu orðinu er fullyrt að innsteymi verkafólks hafi ekki leitt til lægri launa en í hinu er sagt að það hafi slegið á þenslu. 

Þetta fékk ég að láni á vísir.is  

"Rannveig Sigurðardóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankanum, benti á að erlent vinnuafl hefðu aukið framleiðslugetu hagkerfisins verulega. Dregið hefði úr launa- og verðbólguþrýstingi. Fyrirtæki gætu brugðist við tímabundinni eftirspurnaraukningu án þess að þurfa að hækka laun og verð og aðlögun að nýju jafnvægi ætti að verða auðveldari.

Rannveig fór einnig yfir það hvernig staðan væri ef erlent starfsfólk hefði ekki komið til Íslands. Þá hefði verðbólgan verið hærri, stýrivextir hærri, hagvöxtur allt að 2,5 prósentum minni, einkaneysla allt að sex prósentum minni, fjárfesting atvinnuvega nokkrum prósentum minni og kaupmáttur ráðstöfunartekna allt að 4,5 prósentum minni. "

Afleiðingin  er svo aukið bil á milli þeirra sem hafa það gott, eru sem sagt í þeirri stöðu að  vera í nokkurn vegin verduðu umhverfi gagnvart erlendu vinnuafli, fá  enga samkeppni , og hinna sem þurfa að sætta sig við harða samkeppni um vinnu. 

Laun þessara vernduðu hafa hækkað og hækkað en ekki hinna og fyrir það ber okkur að þakka. 

Kannski breytist þetta ef hingað koma læknar, lögfræðingar,  tannlæknar og fl. sem væru tilbúnir að vinna fyrir mun lægri laun en þessar stéttir gera í dag.

Svo er þessi setning sem Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra lét falla um daginn  alveg stórmerkileg "Þetta fólk er hingað komið til að hjálpa okkur við að byggja upp okkar þjóðfélag"

Heldur maðurinn  virkilega að fólk úti í heimi segi sisona: "Best að fara til Íslands til að hjálpa Íslendingum að byggja upp gott þjóðfélag".

http://visir.is/article/20070502/FRETTIR01/105020139


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband