Yfirtaka ?

Það var athyglisvert  að hlusta á Ómar Ragnarsson í Kastljósi í kvöld.

Jóhanna Vigdís spurði Ómar: „Hvar stendur Íslandshreyfingin núna?“  Þá  svaraði hann hróðugur: „Hún stendur þannig núna, það eru kannski ekki margir sem vita það,  en efstu  fimm borgarfulltrúar F listans í Reykjavík eru í Íslandshreyfingunni. Þetta er bara byrjunin“ 

Þetta er að vísu ekki allskostar rétt hjá Ómari því Ólafur F. sem er fjarverandi vegna veikinda hefur ekki sagt sig úr Frjálslynda flokknum og Kjartan Eggertsson sem er sá fimmti á lista er nýorðinn varaþingmaður Jóns Magnússonar og er því innmúraður í Frjálslynda flokkinn.

En það er alveg stórmerkilegt að þetta skuli vera hægt.  Ólafur F. Magnússon náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum  sem Frjálslyndur, hann veikist,  Margrét tekur hans sæti í borgarstjórn og allir þekkja framhaldið.Eftir sem áður kallast Margrét fulltrúi Frjálslyndra.

Það kom mér á óvart  að Ómar skuli vera stoltur af þessari stöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ekki hneykslaðist hún svo lítið á Gunnari Örlygssyni.  Manneskjan er gjörsamlega rúin trausti að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ólafur F. Magnússon tilkynnit formanni og varaformanni Frjálslynda flokksinsþað í fyrradag að hann segði sig úr Frjálslynda flokknum. Í kjölfarið gekki hann í Íslandshreyfinguna og var meðal samherja á kosningavöku flokksins á Hótel Borg í gærkvöldi

. Eftir landsfundinn fræga gengu Margrét og næstu á listanum á eftir henni úr flokknum og það hefur komið fram áður.

Í stað þess að borgarstjórnarlistinn kallaðist listi Frjálslyndra og óháðra varð hann að lista óháðra.

Mér finnst stórmerkilegt að einhverjum finnist stórmerkilegt að fólk fylgi sannfæringu sinni, - eins og krafist er af þingmönnum og öðrum kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.

Ómar Ragnarsson, 13.5.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Auðvitað á fólk að fylgja sinni sannfæringu en elsku Ómar þú ert svo óheppinn að ekki er hægt að treysta því að Jakob Magnússon fylgi sinni. Í febrúar sagði hann frá því í Silfri Egils þegar hann sem vara þingmaður Samfylkingarinnar hefði greitt atkvæði GEGN sannfæringu sinni ég bloggaði einmitt um þetta þá.

Þóra Guðmundsdóttir, 13.5.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég vissi ekki af því að Ólafur hafi gengið úr Frjálslynda flokknum en hvað með Kjartan, hefur hann gengið til liðs við ykkur ?

Þóra Guðmundsdóttir, 13.5.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband