Sniðugt á Íslandi.

Alveg er það merkilegt þegar talað er um að Íslenskt verkafólk eigi að þakka því erlenda að það skuli hafa það svona gott.  Aftur og aftur er tönglast á því hvað við séum nú heppin að þetta fólk hafi lagt leið sína hingað okkur til hjálpar.  Í hverju er svo þessi hjálp fólgin ? jú með því að halda launum verkafólks niðri. 

Hún er merkileg þessi röksemdarfærsla. Í einu orðinu er fullyrt að innsteymi verkafólks hafi ekki leitt til lægri launa en í hinu er sagt að það hafi slegið á þenslu. 

Þetta fékk ég að láni á vísir.is  

"Rannveig Sigurðardóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankanum, benti á að erlent vinnuafl hefðu aukið framleiðslugetu hagkerfisins verulega. Dregið hefði úr launa- og verðbólguþrýstingi. Fyrirtæki gætu brugðist við tímabundinni eftirspurnaraukningu án þess að þurfa að hækka laun og verð og aðlögun að nýju jafnvægi ætti að verða auðveldari.

Rannveig fór einnig yfir það hvernig staðan væri ef erlent starfsfólk hefði ekki komið til Íslands. Þá hefði verðbólgan verið hærri, stýrivextir hærri, hagvöxtur allt að 2,5 prósentum minni, einkaneysla allt að sex prósentum minni, fjárfesting atvinnuvega nokkrum prósentum minni og kaupmáttur ráðstöfunartekna allt að 4,5 prósentum minni. "

Afleiðingin  er svo aukið bil á milli þeirra sem hafa það gott, eru sem sagt í þeirri stöðu að  vera í nokkurn vegin verduðu umhverfi gagnvart erlendu vinnuafli, fá  enga samkeppni , og hinna sem þurfa að sætta sig við harða samkeppni um vinnu. 

Laun þessara vernduðu hafa hækkað og hækkað en ekki hinna og fyrir það ber okkur að þakka. 

Kannski breytist þetta ef hingað koma læknar, lögfræðingar,  tannlæknar og fl. sem væru tilbúnir að vinna fyrir mun lægri laun en þessar stéttir gera í dag.

Svo er þessi setning sem Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra lét falla um daginn  alveg stórmerkileg "Þetta fólk er hingað komið til að hjálpa okkur við að byggja upp okkar þjóðfélag"

Heldur maðurinn  virkilega að fólk úti í heimi segi sisona: "Best að fara til Íslands til að hjálpa Íslendingum að byggja upp gott þjóðfélag".

http://visir.is/article/20070502/FRETTIR01/105020139


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já Þóra! Jón er gæðablóð og af hverju ætti fólk ekki að koma hingað og hjálpa honum með þjóðarbúið pínu lítið ?

Ég legg til að við fáum tannlækna frá Tælandi og Indlandi. Ég hef heyrt að fólk hafi farið þangað í tannviðgerði. Það þarf ekki einu sinni að læra okkar tungumál, vegna þess að þegar maður fer til tannlæknis, opnar maður jú bara munnin og þeir sjá vandamálið án orða.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.5.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband