Færsluflokkur: Bloggar
Á staurinn ekki að láta undan?
Miðvikudagur, 26. maí 2010
Staurinn klauf vélarhúsið í tvennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Búast má við áminningu.
Fimmtudagur, 20. maí 2010
Aftur og aftur eru sjoppur uppvísar að því að selja unglingum undir lögaldri tóbak og fá áminningu. Hvað þarf eiginlega til að þær missi tóbakssöluleyfið ?
Þeir sem vilja fá áfengið i matvöruverslanirnar þreytast ekki á því að benda á hvað einkaaðilum gengur ljómandi vel með tóbakið, þar gangi svo vel að fara eftir settum reglum.
Það vekur líka athygli að þessar kannanir virðast eingöngu vera gerðar í Hafnarfirði, hvernig stendur á því?
Unglingar gátu keypt tóbak í 6 búðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað svo?
Föstudagur, 23. apríl 2010
Mér finnst það alltaf hálf einkennilegt í svona málum að þrátt fyrir að ráðningin reynist byggð á röngum forsendum jafnvel svo að þeir sem að henni standi séu dæmdir skaðabótaskyldir að þá standi hún.
Minnir á ráðningu sendiráðsprestsins í London á sínum tíma. Þá var um að ræða tengdason biskupsins. Ef ég man rétt þá var dómsmálaráðuneytið dæmt til greiðslu á skaðabótum til þeirrar sem var sannanlega hæfari til starfans.
Samt sat pilturinn brosmildi sem fastast og þeir sem urðu til þess að ríkið þurfti að greiða milljónir í skaðabætur sátu líka.
Nú vill reyndar svo vel til að Árni er hættur en hvað með umræddan dómara, situr hann áfram.
Á þetta virkilega að halda svona áfram?
Árni og ríkið bótaskyld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íslenska þjóðarsálin
Föstudagur, 16. apríl 2010
Íslendingar hafa löngum þótt vera bæld þjóð. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að flykkast út á götur þegar okkur hefur misboðið heldur höfum við borið harm okkar í hljóði. Það er hins vegar alkunna að þegar fólk byrgir of sterkar tilfinningar of lengi inni þá endi það oft með ósköpum.
Allt frá hruni hefur soðið á Íslensku þjóðarsálinni. Hún batt vonir við skýrsluna margumtöluðu en skýrslan sú lét aldeilis bíða eftir sér. Um það leiti sem þolinmæðin var á þrotum braust út eldur á Fimmvörðuhálsi. Þegar svo skýrslan kom róaðist allt því fólk er almennt ánægt með hana.
En þegar viðbrögð hinna ábyrgu voru ljós, enginn kannaðist við að bera ábyrgð heldur hver benti á annan þá var okkur öllum lokið og sjáið afleiðingarnar.
Ófrýnileg ásýnd Eyjafjallajökuls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upptaka í þrívídd
Föstudagur, 2. apríl 2010
Eru ekki örugglega einhverjir að taka gosið upp í þrívídd ? Ég ætla rétt að vona það. Alveg væri ég til í að sjá þá mynd í Háskólabíói.
Óbreytt gos og fólk á heimleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Þetta er bara mansal"
Mánudagur, 8. mars 2010
Arnari Þór Stefánssyni verjanda eins sakbornings finnst dómurinn vera þungur. Fimm ár fyrir mansal er miklu þyngra en í alvarlegri brotum til dæmis gegn börnum. Ég tel að Hæstiréttur muni sýkna en ef hann sýkni ekki að refsingin verði minnkuð.
Þessi ungi maður gerir sér greinilega enga grein fyrir því hvað mansal er alvarlegur glæpur. Mansal er þrælasala.
Vissulega eru dómar undantekningarlaust allt of vægir í alvarlegum brotum gegn börum en það þýðir ekki að dómar í öðrum alvarlegum málum eigi líka að vera vægir.
Þar sem þetta mál er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi þá eru dómstólar ekki bundnir af dómahefðum eins og svo oft virðist vera raunin. Þess vegna er þessi dómur bara alveg ágætur. Að sjálfsögðu að því gefnu að mennirnir séu í raun sekir um þennan alvarlega glæp.
5 ára fangelsi fyrir mansal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrirtæki sem 80% eiga að sniðganga.
Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Að sniðganga fyrirtæki í eigu Haga virðist vera það eina sem þessi 80% geta gert til að lýsa vanþóknun sinni. Nú er bara að standa í lappirnar og gera það.
Á heimasíðu Haga er þessi listi.
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætli Finnur viti af þessu?
Föstudagur, 19. febrúar 2010
Finnur Sveinbjörnsson er einmitt nýbúinn að kveða upp þann úrskurð að þarna fari hæfustu stjórnendur landsins og í rauninni þeir einu sem geta rekið batteríið.
Annars er þetta eftir öðru, nú er það bara í höndum hins almenna borgara sýna að hann lætur ekki bjóða sér svona lagað með því að sniðganga þau fyrirtæki sem enn eru í eigu þessara fugla.
Nú þurfum við bara að fá lista yfir þessi fyrirtæki.
Úrskurður um sekt Haga stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvers vegna svona mikill munur á bótum
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Mér finnst þessi dómur of vægur. Nú voru brot mannsins gegn börnunum fordæmalaus og virkilega alvarleg.
Í fljótu bragði finnst mér brotin gegn stúlkunum ekki eða litlu minni en gegn drengnum, því er ég undrandi á þeim mikla mun á bótum sem þau eiga að fá. Drengurinn 1200 þúsund en stúlkurnar 600.000.- hvor.
2 ára fangelsi fyrir brot gegn börnum sínum | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mistök ?
Laugardagur, 6. febrúar 2010
Það virðist vera að svona glæpamenn fái "magnafslátt" af glæpum sínum. Það virðist ekki skipta neinu máli hvað þeir brjóta gegn mörgum refsingin virðist alltaf taka mið af því að einungis hafi verið brotið gegn einu fórnarlambi. Þó svo fórnarlömbin séu fimm þá er talað um fyrsta brot ef um er að ræða fyrsta sinn sem maðurinn kemur fyrir dóm.
Því datt mér í hug hvort ekki væri réttara að ákæra aðeins fyrir eitt brot í einu. Þannig að ef fórnarlömb þessa manns eru fleiri en nú hafa komið fram, þá ættu þau að bíða með að kæra þar til dæmt hefur verið í þessu máli, þá er líka von á þyngri dómi þar sem það yrði þá tæplega um fyrsta brot að ræða.
Grunaður um fleiri kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)