Færsluflokkur: Bloggar

Og forfeður hans voru.....

Þvílík ósvífni í manninum. Í fyrsta lagi ætlum við ekki að stela neinu og í öðru lagi ferst honum ekki að tala um forfeður.

Forfeður hans blóðmjólkuðu nýlendur sínar öldum saman svo ekki sé talað um hvernig þeir fóru ránshendi um menningarverðmæti heilu þjóðanna. Þeir hafa svo sem borið því við að þeir hafi verið að bjarga þessum verðmætum frá öðrum og verri ræningjum, þeirra þýfi hafi að mestu leiti endað á söfnum. 

Þeir hafa hins vegar sýnt lítinn vilja til að skila þeim aftur enda yrði British Museum fátækara fyrir vikið. Danir mega þó eiga það að þeir skiluðu okkur aftur handritunum sem má með sanni segja að þeir hafi bjargað frá fáráðum Íslendingum þess tíma. Á þeim tíma sem þeir tóku handritin var svo illa komið fyrir Íslendingum vegna hungurs og vosbúðar að sumstaðar voru handritin notuð í leppa og jafnvel soðin í súpu.

 


mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn í málinu.

Í grein Sigtryggs Jónssonar segir að Björn hafi fengið veð í húsi Sigtryggs til að leggja í sitt fyrirtæki, það er Björns.  Björn segir þá hafa verið viðskiptafélaga sem saman hafi lagt allt sitt í fyrirtæki sem fór á hausinn.

Hvort er satt? það skiptir öllu máli. Ef Björn segir satt þá er þetta bara sorgleg saga en ef saga Sigtryggs er sönn þá er Björn skúrkur.


mbl.is Saknar vináttu sem glataðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður hann nokkuð einn?

Miðað við það sem á undan er gengið vona ég bara að Steingrímur fari ekki einn. Það er ljótt að segja það en ég treysti honum bara rétt mátulega í þennan leiðangur. Mér liði betur ef einhver t.d. úr indefence hópnum færi með honum.
mbl.is Steingrímur fundar á Norðurlöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hefur verið ljóst allan tímann.

Merkilegt að í allri þessari umræðu hefur þetta atriði  örsjaldan komið fram. Hvers vegna hefur þessu ekki verið haldið á lofti öllum stundum allan tímann?
mbl.is Joly: Átti ekki að takast á við hrun heils bankakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má ekki anda á Arnþrúði.

Fyrir nokkru síðan gagnrýndi ég Útvarp Sögu og það var eins og við manninn mælt, Pétur Guðlaugsson sérlegur fylgisveinn útvarpsstjórans hringdi í mig til að skamma mig.

Arnþrúður hefur farið mikinn og fordæmt ritskoðun sem að hennar sögn er viðhöfð á öðrum fjölmiðlum.  Nú hefur hún endanlega sannað að hún þolir ekki hina minnstu gagnrýni.  Gagnrýni "gömlu konunnar í Keflavík" átti fyllilega rétt á sér, þessi dæmalausa hringing Arnþrúðar í verðandi fósturmóður drengs var ósmekkleg í meira lagi.

Hvað svo sem hægt er að segja um framgöngu barnaverndaryfirvalda þá var þetta útspil Arnþrúðar ótrúlega ósvífið og beinlínis heimskulegt.

Því miður er þetta ekki eina dæmið um ósmekkleg og ófagleg vinnubrögð á stöðinni. Mér er til dæmis í fersku minni þegar lesið var upp úr dagbók 15 ára stúlku í beinni útsendingu. Þau eru mörg dæmin af svipuðum toga en ég læt þetta duga.


mbl.is Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matur sem hóstar.

Krúttlegur grís Í allnokkurn tíma hef ég haft efasemdir um réttmæti þess að borða kjöt. Svo þegar segir frá því að svínin hósti og séu með hita þá verð ég að segja að þó svínakjöt sé gott þá er ég alvarlega að hugsa um að hætta að borða kjöt.
mbl.is Grunur um að svín séu sýkt af svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég væri rík(ur)

Þá myndi ég sko vilja borga háa skatta. Ég minnist Tolla í Síld og Fisk alltaf með hlýhug. Hann var hreikinn af því að vera skattakongur Íslands, sagði að það væri bara merki um að honum gengi vel.

Bertur væri að fleir hugsuðu á þann veg. Nú virðast flestir reyna að komast hjá því að greiða skatta, alla skatta. Þeim virðist ekki nóg að vera auðugir, þeir vilja vera vellauðugir.


mbl.is Þýskir auðmenn til bjargar - hærri skatta takk!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skora á lækna að slaka á launakröfum.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þarf að skera hressilega niður í fjárveitingum til heilbrigðismála. Eflaust er það vilji okkar flestra að hlífa þeim sem lægst hafa launin svo ekki sé nú talað um sjúklingana sjálfa. Það er beinlínis óhuggulegt að hugsa til þess hvaða áhrif harkalegur niðurskurður getur haft á þjónustu við sjúklinga.

Það er ljóst að til þess að geta lifað slíkan niðurskurð af þá verður að taka hressilega til í launamálum lækna og stjórnenda. 


mbl.is Læknar hafa áhyggjur af niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsar Útvarp Saga niðurstöður í eigin könnunum?

 

 Tekið af vef Útvarps Sögu kl. 11.45.

Skoðanakönnun

Thanks for your vote!
  • Ert þú sammála aðgerðum biskups gegn séra Gunnari Björnssyni?
  • nei - 38%
  • Já - 58%
  • Hlutlaus - 4%
 
Þetta blasti við þeim sem tóku þátt í skoðanakönnun á Útvarpi  Sögu í gærkvöldi og svo aftur þegar klukkuna vantaði 15 mínútur í tólf. Þegar útvarpsmaðurinn las niðurstöðurnar rétt fyrir kl. 12 var allt annað uppi á teningnum. Þá voru þeir sem voru sammála aðgerðum biskups komnir niður í 30% en óssammála 70%. Er  nema von að maður spyrji?
Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hlustað hefur á stöðina að stjórnendur hennar eru á bandi sr. Gunnars. Hvers vegna er ekki gott að segja.
Mér er það alveg óskiljanlegt að fólk geti lagt blessun sína yfir það háttarlag sem sérann sýndi af sér, það er að leita sjálfum sér huggunar með því að strjúka og kyssa fermingarstelpur. Því þrátt fyrir sýknudóm fyrir Hæstarétti þá er sú hegðun óumdeild.

Ég á ekki orð.

Eiga Bónusfeðgar svona rooosalega góða vini í Samfylkingunni. Það er ekki í lagi að þessir menn fái að halda áfram í það endalausa.
mbl.is Endurfjármögnun Haga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband