Hvað svo?

Mér finnst það alltaf hálf einkennilegt í svona málum að þrátt fyrir að ráðningin reynist byggð á röngum forsendum jafnvel svo að þeir sem að henni standi séu dæmdir skaðabótaskyldir að þá standi hún.

Minnir á ráðningu sendiráðsprestsins í London á sínum tíma. Þá var um að ræða tengdason biskupsins. Ef ég man rétt þá var dómsmálaráðuneytið dæmt til greiðslu á skaðabótum til þeirrar sem var sannanlega hæfari til starfans.

Samt sat pilturinn brosmildi sem fastast og þeir sem urðu til þess að ríkið þurfti að greiða milljónir í skaðabætur sátu líka. 

Nú vill reyndar svo vel til að Árni er hættur en hvað með umræddan dómara, situr hann áfram.

Á þetta virkilega að halda svona áfram?


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svo borga skattgreiðendur brúsann.

Árni nýtur eftirlaunanna í makindum

Sigurður Þórðarson, 23.4.2010 kl. 12:45

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hefur ekki Þorsteinn staðið sig vel í embætti.?

Ragnar Gunnlaugsson, 23.4.2010 kl. 13:01

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Já Siggi, auðvitað borgum við.

Ragnar, í rauninni veit ég ekkert um það auk þess  er það ekki málið. Málið er að farið sé eftir settum reglum.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.4.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband